Friday, February 29, 2008

Er ROSALEGA ólétt í dag


Mér líður eins og hvali hlýtur að líða.

Er komin núna á 28. viku og er farin að velta um hreinlega, sérstaklega á kvöldin. Við skulum bara orða það þannig að Svanur er farin að sjá um snyrtingar á mér fyrir neðan mitti þar sem ég á ekki svo greiðan aðgang að lengur. Hann var svo yndæll að pússa og snyrta á mér táneglurnar um daginn og sjá um smá bágt sem ég fékk á hnéð. Ég datt í hálkunni fyrir utan vinnuna fyrir viku síðan. Buxurnar mínar rifnuðu og það kom blóð og allt! Síðan fór að vella út úr sárinu og svona og mig sveið geðveikt mikið. Ég varð voða lítil og það þurfti smá að hjúkra mér. Já, hmm.. nóg um það.

Maður er aldeilis að hlaða inn fullorðinsstigum þessa dagana; selja íbúð (99,9% öruggt), kaupa íbúð (er í bígerð) og rífast við gjaldkera húsfélagsins og verða rosalega reið og pirruð út í hann (af því að hann neitaði að skrifa undir yfirlýsingu um að ég væri skuldlaus við húsfélagið en maður þarf þessa yfirlýsingu til að selja íbúð í fjölbýli) og síðan ekki af því ég er orðin svo fullorðin núna að ég læt svona hluti ekki koma mér úr jafnvægi lengur.

Allaveganna, á öðrum nótum, ef ég bið ykkur um súkkulaði eða eitthvað gúmmelaði viljiði vinsamlegast segja nei við mig? I feel so big man:/

Thursday, February 28, 2008

Er hugsanlega búin að gera tilboð í íbúð í Bogahlíð

Var að senda fasteignasalanum e-mail um að ef mín íbúð er seld þá geri ég tilboð í íbúðina sem ég var að skoða í Bogahlíð 22. Íbúðin er á þriðju hæð, sem hefur bæði sína kosti og galla. Kostirnir eru brjálæðislega fallegt útsýni og gallarnir eru að burðast með bónus-pokana, sjálfan sig og börn upp á þriðju hæð.

Kostirnir við þessa íbúð eru þeir að það er enginn fyrir ofan mig (YAHOO!!!!!) og að vegna þess að það er enginn fyrir ofan mig þá er ekki hljóðbært (muuhahaha!!). Sem er vonandi ávísun að frið og hugarró að eilífu amen.

Sjáum hvað setur..

Wednesday, February 27, 2008

OMG

Held að ég sé búin að selja íbúðina mína!!!!

Meira síðar

Sunday, February 24, 2008

Tíhí

Íbúðin mín er komin á sölu:)

Hérna er auglýsingin

Ég er á þvílíkum bömmer yfir að hafa ekki farið í þrítugsafmælið hjá Ingu á föstudaginn. Ég hefði svo verið til í að hitta Hvassóstelpurnar, sérstaklega Völu. En, ég hefði ekki fílað að fara þreytt og sjúskuð. Þannig er það nú bara, I hope they appriciate that you get tired eins og stones-erarnir segja.

Annars hefur mér alltaf fundist vera einum of margir dagar í vinnuvikunni. Það er markmið mitt í lífinu að þurfa ekki að vinna mikið. Mér finnst sérstaklega eftirsóknarvert að vinna ekki á föstudögum. Þá getur maður farið út á föstudagskvöldum ef svo ber við og gert ýmis konar útréttingar á föstudögum í staðinn fyrir að helgin fari í það. Helgin getur þá verið eytt í unaðslegan quality time með fjölskyldu og vinum. Af hverju er fólk (stjórnmálamenn) ekki að fatta þetta?? Af hverju þarf vinnan að taka svona þrúgandi mikinn tíma af ævinni?? Hún mamma (sem er náttúrulega snillingur) vinnur ekki á föstudögum. Hún skilur. Vá, that is the dream.

Annars var voða gaman í gærkvöldi. Surprise afmælisveisla fyrir Önnu Láru vinkonu:) Ég sá um að plata hana og koma henni á staðinn sem var Caruso þar sem um 14 af vinum hennar og kunningjum voru samankomnir til að fagna þrítugsafmælinu með henni. Ég verð að viðurkenna að ég oggu poggu stressuð, sérstaklega þegar við vorum komnar á Caruso en partýið okkar var á þriðju hæðinni. Þá fattaði ég að vissi ekkert hvað ég átti að segja við þjónana sem áttu að vísa okkur í óvænta partýið. Brá dáldið þegar þjónninn spurði mig hvað borðið væri fyrir marga beint fyrir framan Önnu Láru auðvitað.. svo fór rafmagnið akkúrat af.. En, þetta reddaðist allt saman:)

Jæja, later peeps.

Friday, February 22, 2008

I don't do Fridays


Mér finnst alltaf jafn erfitt þegar efnt er til fagnaðar á föstudagskvöldum. Á föstudagskvöldum er ég þreytt. Svo þreytt eftir vikuna að það eina sem ég vil gera er að liggja (í stellingunni minni) upp í sófa og horfa á imbann. Ég meika ekki einu sinni að horfa á eitthvað meiningarfullt. Bara eitthvað, það skiptir ekki máli.

Það hryggir mig því mikið að Inga vinkona er að halda upp á afmælið sitt. Auðvitað hryggir það mig ekki að hún eigi afmæli, alls ekki. Það hryggir mig að það skuli vera í kvöld, föstudagskvöld. Ég fíla Ingu mikið. Við erum búnar að vera í sömu skólum alla tíð. Fyrst Hvassó, síðan MH og svo vorum við saman í alþjóðasamskiptanáminu í HÍ. Hún Inga er mikill snillingur og er eins og við höfum alltaf vitað BEST í heimi hér. Hún var svo sniðug að fara út sem skiptinemi til Kólumbíu þar sem hún lærði spænsku og fann sér mann sem hún kom með heim. Þau hafa nú framleitt saman lítinn engill, hana Evu Björk sem er yndislega skemmtileg blanda af þeim tveim:) Algert yndi.

En elsku Inga, þó svo að ég komi ekki í kvöld þá er ég staðráðinn í að hitta þig og Evu Björk mjög fljótlega og mun ég að öllum líkindum koma til með að ráðast inn á þig í næstu viku. Ég hringi að sjálfsögðu á undan mér enda ryðst ég aldrei inn á fólk. Það bara er ekki minn stíll.

Ég bið kærlega að heilsa öllum þeim sem ég hef ekki hitt svo lengi.

Peace and love yall.

Wednesday, February 20, 2008

Imsomnia


WWwwhhhhyyyyyy???!!!!

Mikið er andstyggilegt að vera andvaka. Tvær nætur í röð, jú jú. Ekki gott.

Þetta er komið út í ruglið eina. Bumbulingur er ekki alveg að virða svefn hýsilsins síns og finnst ekkert tiltökumál að þrýsta á þvagblöðruna af fullum krafti um miðjar nætur. Æ, þessi elska veit auðvitað ekkert hvað hann er að gera. En þetta er samt ekkert alveg honum að kenna. Í nótt vaknaði ég um kl. 04:5x af engri sérstakri ástæðu og bara ble.. sofnaði ekki aftur. Dáleiðsludiskurinn virkaði ekki og heilinn var ekki alveg nógu sprækur til að ná að plata mig til að sofna aftur. Þannig að maður liggur bara þarna..

GARG.

Later.

Sunday, February 17, 2008

Brúðguminn


Mikil lifandi snilld er hann Baltasar Kormákur!

Myndin hans Hafið situr ennþá í mér og núna er komin ein önnur snilldin: Brúðguminn. Bíddu gerði hann ekki Mýrina líka?

Ég hafði sérstaklega gaman af Brúðgumanum af því að ég hef komið nokkrum sinnum til Flateyjar. Alger nostalgía sem sagt. Þessi eyja er svo falleg á sumrin! Ma + pa fara til Flateyjar á hverju sumri og ég treð mér alltaf með. Síðasta sumar í Flatey var hreint æðislegt. Veðrið var svo rosalega gott og rómantískt einhvern veginn. Náttúrufegurðin þarna er engu lík og víðáttan er... geggjuð! Maður sér svo langt sem augað eygir til allra átta. Þarna blasa Vestfirðirnir við og ... hmmm.. errr.. fullt af öðrum stöðum í allar áttir (þarf virkilega að fara taka mig á í landafræðinni..). Breiðafjörðurinn er að mínu mati með fallegri fjörðum landsins með allar sínar óteljandi eyjar. Ég hef nú reynar aldrei komið á austfirði og fullt af öðrum stöðum.. eehhmmm..

Garg! Af hverju er ekki alltaf sumar!!???

Allaveganna. Við amma fórum á Brúðgumann í gær og höfðum báðar gaman af. Við vorum samt mikið að spá í því hvað Baltasar var að reyna segja með þessari mynd. Ástin kom mjög illa út og var eiginlega bara dauðadæmd. Sem er bara alls ekki nógu gott...

Það var líka gaman að þekkja smá til sögu eyjarinnar og hafa komið inn í kirkjuna þar sem Baltasar Samper gerði altaristöfluna ásamt.. móður Baltasars? Allaveganna, það er greinilegt að Baltasar ber sterkar taugar til eyjarinnar og kirkjunnar. Enda mjög sérstakt og heillandi allt saman:)

Mæli með þessari mynd. Pirrandi samt hvað það er dýrt á íslenskar myndir..

Thursday, February 14, 2008

Anna Lára Zoega 30 ára í gær!


Elsku Anna!

innilega til hamingju með þrítugsafmælið í gær honey boney. Maður getur víst ekkert hringt í þig þar sem þú ert í sunny California.. en ég hlakka til að sjá þig baby,

until then,

kisses and hugs my dear, miss you:)

Monday, February 11, 2008

Asshole


mbl.is í dag:

Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
"Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist ekki ætla að hætta sem borgarfulltrúi enda telji hann sig hafa axlað fulla ábyrgð í REI- málinu með því að leggja sig allan fram um að leggja allt upp á borð í málinu. Hann ætli nú að nota tímann og fara vel yfir stöðu sína áður en hann ákveði hvort hann taki aftur við sem borgarstjóri."

Hversu auðvelt er að segja: "Ég axla ábyrgð"? Þetta er eitthvað sem stjórnmálamenn segja og þýðir ekki jack shit. Vilhjálmur virðist vera alveg úti að aka og tekur oft einhliða ákvarðanir án þess að spyrja kóng né prest.
Mér er orðið óglatt af valdasýki Sjálfsstæðismanna í borginni. Það er bara öllu fórnað fyrir völdin! Svona háttalag lætur mann missa trú á lýðræðinu og stjórnmálum yfir höfuð. Valdasjúka pakk.

Friday, February 8, 2008

Mig langar að flytja

Já, tími kominn á stærra og betra húsnæði:) Ætla að skella íbúðinni á sölu og sjá hvað gerist.

Er í greiðslumati hjá bankanum og það er maður að koma hérna á mánudaginn til að gera verðmat á íbúðinni. Vona að þetta komi allt saman vel út.. Það er reyndar alveg fullt af hlutum sem mig (okkur) langar til að gera við íbúðina áður en hún fer á sölu (laga aðgengið, skipta um nokkra glugga, já og skipta um klósett og vask inn á baði..) en það er e-r óþolinmæði í mér...

Mig langar að flytja sem fyrst, before the baby comes..

Wish me luck:)

Later.

Wednesday, February 6, 2008

Sleep


Líðan mín hverju sinni stjórnast að mestum hluta af magni og gæðum þess svefns sem ég fékk nóttina áður. Ef ég sef vel líður mér vel en ef ég sef illa líður mér illa:/ Í fyrrinótt svaf ég alveg dúndurvel og leið líka alveg dúndurvel í gær. Í nótt svaf ég aftur á móti ekki svo vel og líður í kjölfarið ekkert alltof vel heldur..

Svona hef ég alltaf verið en þetta orsakasamhengi mitt hefur samt batnað verulega að undanförnu. Núna er ég minna handónýt eftir slæman svefn en áður, sem er frábært. Þessu þakka ég Siggú vinkonu því hún gaf mér dáleiðsludiskinn Betri svefn í jólagjöf. Í kjölfarið næ ég alltaf einhverjum djúpsvefni þó svo að ég vakni stundum í kjölfarið á honum og það er mið nótt..

Thanks honey boney:)