mikið er maður skrýtinn.
Búin að dreyma um að hætta í vinnunni og svo þegar maður loksins losnar þá fer maður að sakna samstarfsfélaganna.
Ég á eftir að sakna þess að mæta á vakt og kjafta. Kjafta við alls konar skemmtilegt og gott fólk sem ég vann með. Oft var mikið hlegið. Oft var mikið trúnó. Fór í tvær góðar og skemmtilegar ferðir með þessum góðu konum. Það var jú einstaka karlmaður líka reyndar.
Það er virkilega góður andi á þessum vinnustað. Á eftir að sakna hans.
Væl.
Friday, May 31, 2019
Wednesday, May 29, 2019
Blur
Viðurkenni fúslega að það var erfitt að henda videospólunum með blur í ruslið.
Fyrir svona, hva, 15 - 20 árum hefði ég aldrei trúað því upp á sjálfa mig að ég myndi henda þessari snilld í ruslið. En...
Í fyrsta lagi þá held ég að það sé bara ekkert hægt að horfa á þetta einu sinni lengur. Held að nútímasjónvörp hafi bara ekki þetta skarttengi eða hvað það nú er sem þarf til að tengja video-ið við sjónvarpið.
Í öðru lagi þá trúi ég að það sé gott að minnka dótið í kringum sig þó það sé ekki nema af þeirri einföldu ástæðu að skapa rými. Bæði áþreifanlegt rými og svo líka tilfinningalegt rými. Út með gamla orku, inn með nýja orku.
Blur var algerlega mitt eigið flipp. Ekki eins og ég og einhver vinkona líka vorum að fíla þá saman. Ég hlustaði mikið á þá á árunum 1994-1999. Sirka. Fílaði þá alveg í ræmur. Kunni öll lögin þeirra fram og tilbaka. Ekki bara þessi frægu heldur líka öll hin lögin. Öll.
Í "stríðinu" á milli Blur og Oasis hélt ég svo sannarlega með Blur. Alla leið. Lög eins og blue blue jeans og bara flest tengdi ég mikið við.
Oh. Tregi. Allavegana, ekki eins og ég sé að kveðja þá bara alveg. Á bara ekki videospólurnar með þeim lengur..
Fyrir svona, hva, 15 - 20 árum hefði ég aldrei trúað því upp á sjálfa mig að ég myndi henda þessari snilld í ruslið. En...
Í fyrsta lagi þá held ég að það sé bara ekkert hægt að horfa á þetta einu sinni lengur. Held að nútímasjónvörp hafi bara ekki þetta skarttengi eða hvað það nú er sem þarf til að tengja video-ið við sjónvarpið.
Í öðru lagi þá trúi ég að það sé gott að minnka dótið í kringum sig þó það sé ekki nema af þeirri einföldu ástæðu að skapa rými. Bæði áþreifanlegt rými og svo líka tilfinningalegt rými. Út með gamla orku, inn með nýja orku.
Blur var algerlega mitt eigið flipp. Ekki eins og ég og einhver vinkona líka vorum að fíla þá saman. Ég hlustaði mikið á þá á árunum 1994-1999. Sirka. Fílaði þá alveg í ræmur. Kunni öll lögin þeirra fram og tilbaka. Ekki bara þessi frægu heldur líka öll hin lögin. Öll.
Í "stríðinu" á milli Blur og Oasis hélt ég svo sannarlega með Blur. Alla leið. Lög eins og blue blue jeans og bara flest tengdi ég mikið við.
Oh. Tregi. Allavegana, ekki eins og ég sé að kveðja þá bara alveg. Á bara ekki videospólurnar með þeim lengur..
Saturday, May 25, 2019
Hatari
The object of my affection these days.
Fyrir meðaljónu eins og mig fær Hatari hinu ungu mig, byltingarsinnann sem gafst upp, til að rumska aðeins í dáinu. Þarna er mætt hljómsveit sem basically talar eins og út úr mínum haus. Ég hékk með goth klúbb Reykjavíkur á mínum yngri árum. Leður choker með göddum og allt. Ætli ég hafi ekki verið sirka 23 ára þegar ég hætti því svo. Var líka búin að vera í þannig umhverfi dáldið mikið á undan því. Ekkert sérstaklega upplífgandi.
Man að mér leist ekkert á þau fyrst. Ekkert. En núna finnst mér þau algert æði. Ferskur andblær. Ung og á brúninni (on the line.) Verandi andkapítalísk í eðli mínu get ég ekki annað en verið sammála allri ádeilu Hatara á status quo. Ekki fylgjandi The rat race - lífsgæðakapphlaupinu til dæmis.
Í Eurovision laginu Hatrið mun sigra má jafnvel túlka kúluna sem trommugimpið ber hægri og vinstri á sviðinu sem jörðina. Jafnvel eins og að kapítalisminn sé að berja fast í jörðina. Mjög fast bara. Mengunin sem hann leiðir af sér er að ganga á jörðina og menn valsa um í gróðrafíkn og neyslutrans. Kapítalistar andskotans.
Það sem strákarnir gerðu á Eurovision með fánann fannst mér flott. Þar sýndu þeir fágætt þor sem er sprottið af mikilli ást á mannkyninu og af virðingu við þjóð sem er við það að missa rödd sína.
Bara elska þessa hljómsveit. Þau fá frítt í nudd hjá mér.
Spillingardans!
Thursday, May 23, 2019
Out with the old...
... in with the new.
Elska að henda. Búa til rými fyrir eitthvað nýtt. Út með það gamla.
Verandi sérvitringurinn sem ég er þá leyfi ég mér að henda einum hlut á dag. Fæ eitthvað svo mikið út úr því að henda að ég vil leyfa mér að eiga alltaf eitthvað eftir af gleðinni.
Núna er ég að henda...
... gömlum videospólum. Ekki grunaði mann í gamla daga hvað videotæki eru gamaldags í nútímanum.
Það er samt fullt af tilfinningum í þessum spólum. Fæ alveg eitthvað út úr því að henda spólum sem hafa eitthvað með útlitsdýrkun að gera. Er farin að "hata" útlitsdýrkun. Hún fer allavegana heilmikið í taugarnar á mér.
Í fyrradag henti ég videospólum með þáttunum Americas next top model með Tyra Banks. Horfði mikið á þetta af einhverjum ástæðum. Dettur alltaf í hug setningin: "Who (!) will be eliminated tonight (?!) Þetta var svo raunveruleikaþáttur líka. Fylgst með stelpunum og svona bla bla.
Out with the old, in with the new.
Í gær henti ég videospólu með Nirvana. Það var smá sárt. Huggaði mig við það að ef ég hef áhuga þá get ég horft á þá á Youtube eða eitthvað.
Það sem Nirvana var mikill, ferskur og hrár andblær inn í tíðarandann. Svo góðir. Svo mikið rokk.
Allavegana, fæ ekki að henda neinu í dag eftir stuttar rökræður við mig í huganum. Rökstuðningurinn er sá að mér tókst að "rústa" þunnbotna hvítum sumarskóm sem ég keypti í H&M í fyrra eftir að ég fór óvart í þeim í spinning í gær (gleymdi íþróttaskónum heima.) Eftir umferð í þvottavélinni dæmdi ég þá ónýta.
Oh well. Fæ að henda einhverju einu sem Guðrún Halla á í staðinn. Fæ nefnilega líka að gera það á hverjum degi núna. Þetta getur verið eitthvað mjög lítið og auðvitað spyr ég hana alltaf (oftast) fyrst.
Skrýtin? Ég?
No comment bara!
:)
Elska að henda. Búa til rými fyrir eitthvað nýtt. Út með það gamla.
Verandi sérvitringurinn sem ég er þá leyfi ég mér að henda einum hlut á dag. Fæ eitthvað svo mikið út úr því að henda að ég vil leyfa mér að eiga alltaf eitthvað eftir af gleðinni.
Núna er ég að henda...
... gömlum videospólum. Ekki grunaði mann í gamla daga hvað videotæki eru gamaldags í nútímanum.
Það er samt fullt af tilfinningum í þessum spólum. Fæ alveg eitthvað út úr því að henda spólum sem hafa eitthvað með útlitsdýrkun að gera. Er farin að "hata" útlitsdýrkun. Hún fer allavegana heilmikið í taugarnar á mér.
Í fyrradag henti ég videospólum með þáttunum Americas next top model með Tyra Banks. Horfði mikið á þetta af einhverjum ástæðum. Dettur alltaf í hug setningin: "Who (!) will be eliminated tonight (?!) Þetta var svo raunveruleikaþáttur líka. Fylgst með stelpunum og svona bla bla.
Out with the old, in with the new.
Í gær henti ég videospólu með Nirvana. Það var smá sárt. Huggaði mig við það að ef ég hef áhuga þá get ég horft á þá á Youtube eða eitthvað.
Það sem Nirvana var mikill, ferskur og hrár andblær inn í tíðarandann. Svo góðir. Svo mikið rokk.
Allavegana, fæ ekki að henda neinu í dag eftir stuttar rökræður við mig í huganum. Rökstuðningurinn er sá að mér tókst að "rústa" þunnbotna hvítum sumarskóm sem ég keypti í H&M í fyrra eftir að ég fór óvart í þeim í spinning í gær (gleymdi íþróttaskónum heima.) Eftir umferð í þvottavélinni dæmdi ég þá ónýta.
Oh well. Fæ að henda einhverju einu sem Guðrún Halla á í staðinn. Fæ nefnilega líka að gera það á hverjum degi núna. Þetta getur verið eitthvað mjög lítið og auðvitað spyr ég hana alltaf (oftast) fyrst.
Skrýtin? Ég?
No comment bara!
:)
Sunday, May 19, 2019
Má maður aðeins..
Það er svo gott að bregða aðeins út af vananum.
Vanalega borða ég alltaf sömu hollu og hreinu fæðuna. Sem er ekkert frábært. Held að fjölbreytileikinn sé alveg málið. Bara auðvelt að falla í þá gryfju að gera alltaf það sama og borða alltaf það sama.
Þess vegna var svo gott að missa sig aðeins í dag. Vorum með afmælisveislu og bökuðum saman afmælisköku með oreobotni og rósasmjörkremi. Fékk mér smá flís. Mmmm.. aðra flís.. damn hvað þetta var góð kaka!
Fékk mér líka Rice Krispies bollakökur og þegar vegan rétturinn klikkaði þá fékk ég mér ...
... kótilettur!
Má maður aðeins! Fékk mér meira að segja súkkulaðibombur líka.
Allt gott. Svo gott.
Vanalega borða ég alltaf sömu hollu og hreinu fæðuna. Sem er ekkert frábært. Held að fjölbreytileikinn sé alveg málið. Bara auðvelt að falla í þá gryfju að gera alltaf það sama og borða alltaf það sama.
Þess vegna var svo gott að missa sig aðeins í dag. Vorum með afmælisveislu og bökuðum saman afmælisköku með oreobotni og rósasmjörkremi. Fékk mér smá flís. Mmmm.. aðra flís.. damn hvað þetta var góð kaka!
Fékk mér líka Rice Krispies bollakökur og þegar vegan rétturinn klikkaði þá fékk ég mér ...
... kótilettur!
Má maður aðeins! Fékk mér meira að segja súkkulaðibombur líka.
Allt gott. Svo gott.
Sunday, May 12, 2019
Friður
Hlakka til að vakna á morgun. Aðallega vegna þess að ég hlakka til að fá að vera í friði á morgun heima hjá mér. Ein.
Finn vel hvað ég þarf mikinn tíma ein.
Vá, langt síðan ég hlakkaði svona mikið til einhvers!
P.s. er eðlilegt að vilja fara eitthvað út á land í þögnina og kyrrðina EIN. Alls ekki með fjölskyldunni?
Finn vel hvað ég þarf mikinn tíma ein.
Vá, langt síðan ég hlakkaði svona mikið til einhvers!
P.s. er eðlilegt að vilja fara eitthvað út á land í þögnina og kyrrðina EIN. Alls ekki með fjölskyldunni?
Saturday, May 11, 2019
Count down upset
Oh dear.
Ég á víst fleiri vaktir eftir en ég hélt í vinnunni svo að countdownið er í uppnámi núna.
Oh well.
Ég á víst fleiri vaktir eftir en ég hélt í vinnunni svo að countdownið er í uppnámi núna.
Oh well.
Friday, May 10, 2019
This is how he wears it!
Þessi setning frá Monicu í Friends kom upp í huga minn í dag þegar ég horfði á það sem var einu sinni hár mitt (ok, kannski smá dramatísk.)
Þrátt fyrir óljósa minningu um mental note to self um að fara aldrei aftur til rauðhærðu eldri konunnar á hárgreiðslustofunni á horninu gerði ég það óvart samt. Pantaði tíma og mætti...
... og þá var það hún blessunin sem tók á móti mér.
Af hverju hún var að búa til topp úr stuttu nýju hárunum mínum veit guð einn og af hverju, AF HVERJU, henni datt í hug að blása hárið á mér inn með svona snúningsbursta veit ég ekki heldur en fjandinn veit að ég gat ekki horft í augun á neinum á leiðinni út og byrjaði strax að setja hárið í tagl.
Það eru enn 50 ár í að ég verði níræð. Hvernig dettur konunni svona smekkleysa í hug? Hefur líklega lært svona þurrkun á hári fyrir öðrum 50 árum síðan.
Anyhows,
7 down, 2 to go.
Þrátt fyrir óljósa minningu um mental note to self um að fara aldrei aftur til rauðhærðu eldri konunnar á hárgreiðslustofunni á horninu gerði ég það óvart samt. Pantaði tíma og mætti...
... og þá var það hún blessunin sem tók á móti mér.
Af hverju hún var að búa til topp úr stuttu nýju hárunum mínum veit guð einn og af hverju, AF HVERJU, henni datt í hug að blása hárið á mér inn með svona snúningsbursta veit ég ekki heldur en fjandinn veit að ég gat ekki horft í augun á neinum á leiðinni út og byrjaði strax að setja hárið í tagl.
Það eru enn 50 ár í að ég verði níræð. Hvernig dettur konunni svona smekkleysa í hug? Hefur líklega lært svona þurrkun á hári fyrir öðrum 50 árum síðan.
Anyhows,
7 down, 2 to go.
Thursday, May 9, 2019
Yes!
Skólinn búinn:)
Er rosalega þakklát fyrir nuddhópinn minn og allt sem við höfum gert saman í vetur.
Núna er ég aðallega þreytt og hlakka rosalega til að vakna á morgun því hann er fyrsti dagurinn af the rest of my life. :)
Next up: Klára vinnuna. Bara 2 eða 3 vaktir eftir. Áhugi á þessum vöktum af minni hálfu er akkúrat enginn.
6 down. 3 to go.
Cheer up lady (talking to myself.)
Er rosalega þakklát fyrir nuddhópinn minn og allt sem við höfum gert saman í vetur.
Núna er ég aðallega þreytt og hlakka rosalega til að vakna á morgun því hann er fyrsti dagurinn af the rest of my life. :)
Next up: Klára vinnuna. Bara 2 eða 3 vaktir eftir. Áhugi á þessum vöktum af minni hálfu er akkúrat enginn.
6 down. 3 to go.
Cheer up lady (talking to myself.)
Wednesday, May 8, 2019
I want to break free
We wanna be free, free to do what we want to do!!
Today was cool. Er teipuð út um allt og búin að læra margt um ágæti teipinga.
Bara einn dagur eftir núna. Bara einn.
3 og 1/2 tími.
Svo út að borða með hópnum um kvöldið.
Þetta mjakast.
Today was cool. Er teipuð út um allt og búin að læra margt um ágæti teipinga.
Bara einn dagur eftir núna. Bara einn.
3 og 1/2 tími.
Svo út að borða með hópnum um kvöldið.
Þetta mjakast.
Tuesday, May 7, 2019
Offspring.
Maður er náttúrulega bara afsprengi forfeðra sinna.
Ég er komin af fólki sem mætir ef það á að vera einhvers staðar. Undantekningarlaust. Móðir mín tók aldrei veikindadag. Kannski tvo í kringum tímann þegar amma dó. Pabbi kannski tvo. Þá er ég að tala um á heillri starfsævi.
Af þessu leiðir að undirrituð velkist um í samviskubiti þegar hún er að planleggja skróp. En skróp í skólann var það samt og það bjargaði deginum. Öllum.
Tveir dagar eftir af skólanum. Bara tveir. Tel niður niður klukkutímana núna. 7 klukkutímar eftir.
4 down, 5 to go.
You can do it. Yes you can.
Ég er komin af fólki sem mætir ef það á að vera einhvers staðar. Undantekningarlaust. Móðir mín tók aldrei veikindadag. Kannski tvo í kringum tímann þegar amma dó. Pabbi kannski tvo. Þá er ég að tala um á heillri starfsævi.
Af þessu leiðir að undirrituð velkist um í samviskubiti þegar hún er að planleggja skróp. En skróp í skólann var það samt og það bjargaði deginum. Öllum.
Tveir dagar eftir af skólanum. Bara tveir. Tel niður niður klukkutímana núna. 7 klukkutímar eftir.
4 down, 5 to go.
You can do it. Yes you can.
Monday, May 6, 2019
Omg
Hafið þið einhvern tímann lent í svona galsa? Svona hópgalsa?
Þannig er komið fyrir okkur í nuddhópnum núna. Við bara bullum og hlæjum út í eitt. Það kemst ekki mikið meiri lærdómur í okkur eins og stendur. Búin að standa í hverjum kúrsinum á fætur öðrum í allan vetur með tilheyrandi prófum og álagi og þetta er komið gott.
Núna eru þrír skóladagar eftir sem er eiginlega of mikið.
Stick a fork in me. Im done.
3 down, 6 to go.
Þannig er komið fyrir okkur í nuddhópnum núna. Við bara bullum og hlæjum út í eitt. Það kemst ekki mikið meiri lærdómur í okkur eins og stendur. Búin að standa í hverjum kúrsinum á fætur öðrum í allan vetur með tilheyrandi prófum og álagi og þetta er komið gott.
Núna eru þrír skóladagar eftir sem er eiginlega of mikið.
Stick a fork in me. Im done.
3 down, 6 to go.
Sunday, May 5, 2019
Tell it like it is
Ok. Veit ekki alveg hvað er í gangi með mig þessa dagana. Held að það hafi eitthvað með aldurinn að gera og það að þröskuldurinn minn fyrir bulli sé að ... lækka? Segir maður það? Tjái mig smá á ensku til að útskýra:
I do not have tolerance for bullshit any more.
Það hefur ekki endilega með þetta dæmi að gera heldur bara svona yfir höfuð.
Var að labba út af búllu á Hvolsvelli og var eitthvað svo misboðið. Held að þetta hafi verið n1.
Ok, ástandið hefur reyndar stórbatnað á síðustu árum og ég gat vissulega keypt mér ávexti, grænmeti og nokkra heilsusafa þarna. En yfir sirka 95% af því sem var í boði þarna til neyslu er í mínum augum bara drasl. Drasl með sykri í, drasl með hvítu hveiti í, djúpsteikt drasl og löðrandi í fitu drasl. Geri mér fulla grein fyrir að ég er að tala um það sem fullt af fólki kallar mat en þegar maður sér í hvernig ástandi margir sem einmitt sitja þarna og borða þetta eru, með offitu, lélegt litarhaft og almennt heilsuleysi, setur maður samansem merki á milli og skilur ekki af hverju. Hvað er þetta fólk að spá?
Annað. Þetta fór í taugarnar á mér:
Af hverju er engin flokkun í gangi þarna??
Helgin var mjög góð, átti góðan tíma út á landi. Þvílíkur unaður sem þögn og kyrrð er. Núna finnst mér allt betra en bílaniðurinn og lætin í borginni.
2 down, 7 to go.
I do not have tolerance for bullshit any more.
Það hefur ekki endilega með þetta dæmi að gera heldur bara svona yfir höfuð.
Var að labba út af búllu á Hvolsvelli og var eitthvað svo misboðið. Held að þetta hafi verið n1.
Ok, ástandið hefur reyndar stórbatnað á síðustu árum og ég gat vissulega keypt mér ávexti, grænmeti og nokkra heilsusafa þarna. En yfir sirka 95% af því sem var í boði þarna til neyslu er í mínum augum bara drasl. Drasl með sykri í, drasl með hvítu hveiti í, djúpsteikt drasl og löðrandi í fitu drasl. Geri mér fulla grein fyrir að ég er að tala um það sem fullt af fólki kallar mat en þegar maður sér í hvernig ástandi margir sem einmitt sitja þarna og borða þetta eru, með offitu, lélegt litarhaft og almennt heilsuleysi, setur maður samansem merki á milli og skilur ekki af hverju. Hvað er þetta fólk að spá?
Annað. Þetta fór í taugarnar á mér:
Af hverju er engin flokkun í gangi þarna??
Helgin var mjög góð, átti góðan tíma út á landi. Þvílíkur unaður sem þögn og kyrrð er. Núna finnst mér allt betra en bílaniðurinn og lætin í borginni.
2 down, 7 to go.
Saturday, May 4, 2019
Andrými
Mikið ofboðslega þarf ég andrými. Burt frá öllu.
Það er eiginlega átakanlegt að mesta streitan er heima. Ekki þegar ég er ein. Nei. Heldur þegar kveikt er á báðum sjónvörpunum (hátt stillt) og allir krakkarnir eru í símunum sínum. Með hljóði...
... í miðri borg með umferðarnið og fólki út um allt.
Er ekki gerð fyrir öll þessi læti.
Þess vegna er nú gott að ég sé stödd rétt hjá Hellu núna í afslöppun. Óskaskrín rómantík með eiginmanninum. Fallegt og bjart sumarkvöld.
1 down, 8 to go.
Það er eiginlega átakanlegt að mesta streitan er heima. Ekki þegar ég er ein. Nei. Heldur þegar kveikt er á báðum sjónvörpunum (hátt stillt) og allir krakkarnir eru í símunum sínum. Með hljóði...
... í miðri borg með umferðarnið og fólki út um allt.
Er ekki gerð fyrir öll þessi læti.
Þess vegna er nú gott að ég sé stödd rétt hjá Hellu núna í afslöppun. Óskaskrín rómantík með eiginmanninum. Fallegt og bjart sumarkvöld.
1 down, 8 to go.
Friday, May 3, 2019
Running on empty
Nú er svo komið fyrir örvæntingarfullu húsmóðurinni okkar að batteríin eru að klárast.
Kulnunin sem byrjaði árið 2013 þegar börnin urðu fjögur og okkar kona enn í 100% stjórnunarstarfi segir enn til sín.
Tankarnir eru löngu orðnir tómir og okkar kona lufsast áfram á einhverjum gufum í síðasta varatankinum.
Það eina sem hún þarf er að skólinn sé búinn, vinnan líka og svo helst þyrfti hún dágott frí frá heimilinu og öllum sem þar búa í svona mánuð.
Allavegana, það er annað count down byrjað. Í þetta skiptið er takmarkið frelsi og hvíld. Hvíld og frelsi.
Nuddvinnan er alls ekki vandamálið hér. Þvert á móti. Hún var takmarkið allan tímann og það sem heldur mér við efnið. Ég verð ekki þreytt á henni. Það er frekar allt annað sem sýgur úr mér orkuna.
Það eru 9 dagar í frelsið. Count downið byrjar á morgun. Helgin telst með því að allt þetta fjölskyldustúss er orkufrekt og krefjandi.
Gangi mér vel. You go girl.
Kulnunin sem byrjaði árið 2013 þegar börnin urðu fjögur og okkar kona enn í 100% stjórnunarstarfi segir enn til sín.
Tankarnir eru löngu orðnir tómir og okkar kona lufsast áfram á einhverjum gufum í síðasta varatankinum.
Það eina sem hún þarf er að skólinn sé búinn, vinnan líka og svo helst þyrfti hún dágott frí frá heimilinu og öllum sem þar búa í svona mánuð.
Allavegana, það er annað count down byrjað. Í þetta skiptið er takmarkið frelsi og hvíld. Hvíld og frelsi.
Nuddvinnan er alls ekki vandamálið hér. Þvert á móti. Hún var takmarkið allan tímann og það sem heldur mér við efnið. Ég verð ekki þreytt á henni. Það er frekar allt annað sem sýgur úr mér orkuna.
Það eru 9 dagar í frelsið. Count downið byrjar á morgun. Helgin telst með því að allt þetta fjölskyldustúss er orkufrekt og krefjandi.
Gangi mér vel. You go girl.
Undur. Stórmerki.
Allavegana fyrir mig og Guðrúnu Höllu.
Í gær ákvað ég að gerast djörf. Guðrún Halla var að anast út í það að það væri ekki nógu mikið úrval af einhverju til að drekka á heimilinu. Hana langaði í goji berry safa og ég sagði henni að fara þá út í búð og ná í hann.
!!!
Hún sem sagt labbaði EIN út í Samkaup í Suðurveri og keypti goji berjasafa fyrir peninginn sinn.
Ég var reyndar við það að hlaupa út á eftir henni eftir þann tíma sem ég hélt að þetta tæki og hún var ekki búin að skila sér heim. Var komin í skóna og jakkann og við það að stökkva út eftir að hafa starað út um gluggann í svona 5 mínútur þegar þessi elska kom labbandi yfir grasið á móti með goji berjasafann í höndunum.
Ég vissi alveg að hún gæti þetta. Það er meira svona umhverfið einhvern veginn sem maður hefur áhyggjur af. Því miður.
En allavegana. Point beeing. Frelsið heldur áfram að luma á horninu:)
Í gær ákvað ég að gerast djörf. Guðrún Halla var að anast út í það að það væri ekki nógu mikið úrval af einhverju til að drekka á heimilinu. Hana langaði í goji berry safa og ég sagði henni að fara þá út í búð og ná í hann.
!!!
Hún sem sagt labbaði EIN út í Samkaup í Suðurveri og keypti goji berjasafa fyrir peninginn sinn.
Ég var reyndar við það að hlaupa út á eftir henni eftir þann tíma sem ég hélt að þetta tæki og hún var ekki búin að skila sér heim. Var komin í skóna og jakkann og við það að stökkva út eftir að hafa starað út um gluggann í svona 5 mínútur þegar þessi elska kom labbandi yfir grasið á móti með goji berjasafann í höndunum.
Ég vissi alveg að hún gæti þetta. Það er meira svona umhverfið einhvern veginn sem maður hefur áhyggjur af. Því miður.
En allavegana. Point beeing. Frelsið heldur áfram að luma á horninu:)
Subscribe to:
Posts (Atom)