Thursday, October 24, 2019

Stinnri

Um þessar mundir má finna örvæntingarfullu húsmóður okkar allra þrisvar í viku í 40 mínútna rafstuði á ónefndum stað í Skeifunni. Þetta var víst áður Trimform Berglindar, það er víst ekki til lengur en þetta fyrirtæki heitir Virago.

Blöðkurnar eru settar á maga, rass, læri og brjóst, rafstuðið stjórnað af yours truly og stinnri húð voila.

Það er virkilega gaman að sjá loksins mömmumagann líða undir lok (bless og sjáumst aldrei aftur.)

Hvurn hefði grunað að raflost gæti verið svona gefandi?

Víííííí

Sko, sjáið mig bara..

nei ok. Þetta er bara mynd sem ég fann á netinu :)

Er dáldið forvitin hvað árangurinn heldur sér lengi en allavegana, so far so good.

Thursday, October 17, 2019

Heilabrot

Er sérstaklega þakklát fyrir þáttinn Heilabrot sem er verið að sýna á RÚV um þessar mundir. Mjög flottar stelpur þarna á ferð sem eru að tala um það sem nauðsynlegt er að tala um; andlega heilsu. Undirstöðu alls annars í lífinu. Þetta eru þær Steiney og Sigurlaug sem voru með þættina Framapot síðasta vetur. Líka flottir þættir. Þættirnir fjalla um ungt fólk og þær áskoranir sem það er að fást við. 



Þær nálgast viðkvæma líðan (sjúkdóma) eins og þunglyndi, kvíða, átraskanir og OCD á fallegan og eðlilegan máta og viðurkenna að vera á lyfjum við einhverju af þessu eða að þær hafi verið að díla við eitthvað af þessu. Eins og svo margir. Þetta er líka ákveðin fræðsla eins og með OCD. Ég tengdi mikið og er klárlega með þennan kvilla.

Þær fá flotta viðmælendur sem hafa verið að fást við þessi ósköp, jafnvel svona semi frægt fólk sem maður kannast við úr fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum. Það er svo frábært af því að þessir andlegu vankantar leynast jú víða og vonandi hjálpar það einhverjum að vita og þessi og hinn er að díla við það sama. Held að flestir sem ég þekki hafi notað eða eru að nota þunglyndis-, kvíða- og svefnlyf svo mér finnst jákvætt hvernig stelpurnar opna umræðuna og sýna fram á hvað þetta er algengt og hvað það er gott að tala um þetta. Mikið sem ég er aðdáandi þessarar kynslóðar, þeirra sem fæddust í níunni. Flott fólk. Rosalegur munur á þeim og kynslóðunum á undan. Þau eru að fást við allt öðruvísi hluti og takast á við þá á öðruvísi máta. Þau eru þau fyrstu sem eru að þroskast og eldast á tímum samfélagsmiðla og aðsteðjandi umhverfismálavanda svo það er áhugavert að fylgjast með þeim.

Öfundsverðir eru þeir sem kannast við ekkert af þessum geðsjúkdómum en ég held að þessir þættir hjá stelpunum séu mikilvægir vegna þess að þeir eru að herja á ungu kynslóðina af fullum þunga. Mikilvægt fyrir alla að vera upplýstir.

Takk RÚV, Steiney og Sigurlaug.

Bravó!

Friday, October 11, 2019

11:11

Elska að vera "in the vortex."

Er búin að vera hlusta á Abraham Hicks á Youtube og henni er tíðrætt um áðurnefndan vortex.

Þegar maður er í honum þá gengur allt upp. Þú ferð í Bónus til dæmis og bíll fer úr stæði svo að þú komist að, allt flæðir og allt gengur upp. Allt er eins og best er á kosið og hlutirnir ganga auðveldlega upp.

Forsenda þess að vera í vortexnum er að líða vel. Það er í rauninni eina verkefnið manns.

Er búin að vera mikið í vortexnum undanfarið. Góður staður að vera á. 

Þegar ég er í vortexnum er klukkan voða mikið 11:11. Merki frá alheimnum að allt er æði. 

Hef verið að upplifa mikið undanfarið að klukkan er líka 10:10, 13:13 eða 14:14 og svo framvegis alveg til kvölds þegar ég kíki á hana.

Þá smelli ég fingrunum saman þrisvar í röð ef ég er ekki með neitt í höndunum. 

Allt eðlilegt hér. 

Friday, October 4, 2019

Húsmæðraorlof

Já, já, já!!

Vildi reyndar að þetta væri að gerast núna. En...

Þessi örvæntingarfulla húsmóðir er að fara burt frá manni og börnum um mánaðamótin janúar - febrúar.

Get. Ekki. Beðið. 

Stefnan er tekin á Svíþjóð að heimsækja Sunnevu mína í Gautaborg en fara fyrst til Stokkhólmar og vera þar í einhverja daga. Ástæðan fyrir því: Hatari er með tónleika þar og gamla er búin að tryggja sér miða! 

Verð bara ein í Stockholm en mér finnst það bara allt í lagi svoleiðis. Það er svo gott að vera einn stundum. Væri samt alveg til í að fá félaga með mér á tónleikana. Svo ætla ég að þefa uppi hot yoga og aðra yogatíma og hugleiða og njóta.

Já, maður! 

Namaste bitches.

Tuesday, October 1, 2019

Pee into the wind!

If you're afraid of heights, go to the top of the building. Stair into the barrell of a gun. 
Takk Joey.

Frúin gjörir kunngjört að hún hefur innritað sig sjálfa á leiklistarnámskeið. Spunanámskeið. Improv Haraldurinn í nóvember hvorki meira né minna.

Þetta verður eitthvað. 

Konan þarf að leika sér meira. Play more. Hver er betri leið til þess en að leika?

Vona svo innilega að ég verði ekki elst. 

Set inn í vortexið að einhver af minni kynslóð verði líka.

Yyaaass (Paris Hilton style)

Play. More.

P.s. var að (hrað)lesa Hroki og hleypidómar eftir Jane Austin. Ekki eins leiðinleg og ég hélt.

P.p.s. er að enduruppgötva Eivør. Elska lagið Tröllabundin.