
Oft fyllist ég þakklæti yfir lífsgæðum mínum og fyrir að hafa fæðst á Íslandi. Það er ansi auðvelt að gleyma hvað við Íslendingar höfum það gott hérna norður í Atlantshafi fjarri stríðshörmungum, þjáningum og mannvonsku heimsins.
Einhvern tímann skrifaði ég ritgerð um Tíbet. Ég var reyndar að skrifa ritgerð um Dalai Lama, trúarlegan leiðtoga Tíbet og ég man núna að þetta var fyrir stjórnendakúrs í HÍ sem fjallaði um leiðtogahæfni. Anyways, það sem ég lærði um Tíbet situr enn í mér og ég man að það tók verulega á mig bara að lesa um þau mannréttindabrot sem framin hafa verið af Kínverjum í Tíbet. Ég held að ég hafi aldrei fræðst um eins miklar hörmungar á allri minni ævi:( Það er eins og oft vill verða að mannréttindabrot eins og þau sem þarna hafa átt sér stað í gegnum tíðina ná seint eyrum alþjóðasamfélagsins sem getur lítið aðhafst hvort sem er.
Tíbet virðist mér vera friðsæl þjóð. Af einhverjum ástæðum hafa Kínverjar samt ráðist á tíbesku þjóðina og níðst á henni oft og mörgum sinnum og gert svívirðilega hluti í þeirri viðleitni að brjóta þetta friðsæla þjóðfélag niður og sundra. Þetta hafa þeir m.a. gert með því að ráðast inn á heimili og fjölskyldur Tíbets og þvingað fjölskyldur til að drepa og nauðga innbyrðis. Þeir hafa t.d. þvingað börn til að myrða foreldra sína og látið foreldra nauðga börnum sínum og því um líkt. Þannig ætluðu þeir að brjóta niður samfélagið innan frá með því að sundra innviðum þess.
Vegna þess að þessi vitneskja um Tíbet situr í mér er ég forvitin um hvað er að gerast núna í samskiptum Kínverja og Tíbet. Ég sé í fréttunum að það er eitthvað að gerjast í þessum málum og Dalai Lama er jafnvel að íhuga að segja af sér. Veit einhvern eitthvað meira um þetta?
Allaveganna, þetta er eitthvað sem mig langar til að fræðast um..
Later.
2 comments:
Það voru einmitt mótmæli núna í morgun held ég í Athenu þegar kveikt var á ólympíu kyndlinum sem er nú á leið til Kína. Mótmælt var ofbeldi Kínverja í garð Tíbeta.
Nákvæmlega. Mikið finnst mér þetta gott. Olympíuleikarnir eru kjörið tækifæri fyrir fólk Tíbets að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á því sem er að gerast í Tíbet og þá er ég að tala um þau alvarlegu mannréttindabrot sem eru framin þar af hendi Kínverja. Maður sér líka á myndunum úr fréttunum að þessi mótmæli eru ekki eitthvað út í loftið heldur er eitthvað grafalvarlegt að gerast þarna..
Post a Comment