A prins is born.
Mikið ofboðslega er ég glöð og hamingjusöm. Loksins er hann kominn:) Hún var orðin frekar langdregin þessi meðganga sko.. En fæðingin gekk vel (segir maður núna). Ég reyndar get ekki að því gert að skammast mín hreinlega fyrir dýrslegu öskrin í mér í gær en hvað getur maður gert annað en að öskra af öllum lífs og sálarkröftum þegar svona ósköp eiga sér stað? Ég bara spyr. Mér var nú alveg nokk sama þó allur Landspítalinn heyrði í mér í gær reyndar..
Allaveganna. Drengurinn okkar var mældur og vigtaður nokkru eftir fæðinguna þannig að ég þegar ég sendi sms á línuna þá sagði ég að hann væri 14 merkur. Það kom svo í ljós að hann er 15 merkur (3870 gr.) og 52 cm. Hann fæddist með mikið hár og er allur hinn myndarlegasti bara. Ég er ennþá í e-i þoku þar sem ég hef fengið mjög takmarkaðan svefn síðastliðna tvo sólarhringa en ánægð og glöð svo ekki sé meira sagt. Ég hef ekki orku í að vera alveg í skýjunum einhvern veginn en það kemur..
Kannski maður leggi sig bara aðeins..
Set inn myndir á morgun!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Til hamingju með drenginn Svava mín, Svanur og Óli. Vona að ykkur líði öllum vel.
Til lukku með erfingjann! Þó hann hafi ekki náð að verða naut eins og margir góðir þá á hann allavegana afmæli í maí! :)
Vala
Takk stelpur:)
Post a Comment