Monday, June 23, 2008

Fuck, shit, rape.

Af hverju? Wwwhhhhyyyy!!!!???

Ég er að fara á ræðunámskeið í kvöld. Var ferlega galvösk þegar við Siggú skráðum okkur en núna langar mig bara til að vera innan þægindarammans míns og alls ekki fara heldur horfa á sjónvarpið í kvöld.

Æi.

Annars fórum norður um helgina að sýna tengdó Mánaskin. Við gistum tvær nætur í Staðarskála. Máni fann aldeilis á sér að hann var ekki heima hjá sér og var frekar órólegur, sérstaklega á næturnar. Gærdagurinn var því ekkert sérlega yndislegur þar sem ég var gjörsamlega ósofinn. Mér finnst það vera óþægilegast í heimi því þá er maður svo sjúskaður og ringlaður og er svo innilega ekki 100% lifandi. En fékk nú smá svefn í nótt svo að maður er allur að koma til. Annars erum við alveg á því að hann hafi líka verið svona óvær af því ég borðaði eitthvað sem fór einstaklega illa í hann. Hann prumpaði alveg heilmikið! Laukur er núna út.

Í ferðinni komst ég loksins í smá fjallaloft. Það var algjörlega æðislegt. Get ekki beðið eftir að komast í almennilegar fjallgöngur! Spurning hvort maður nái því í sumar..

Annars er alltaf jafn ljúft að fara norður á Ljótunnarstaði í Hrútafirði. Í sveitinni er allt svo afslappað og gott. Máni fékk fullt af pökkum og svo var tekið fullt af myndum af Emilíu Sól og Mána og Óla, börnunum okkar Svans. Nú liggur í loftinu að fara með tríóið í alls herjarinnar ferðalag austur í ágúst. Guð gefi að það verði auðveld og afslöppuð ferð..

Gangi mér vel í kvöld. Verð að sigrast á óttanum. Ég er sterk og get talað fyrir framan fólk og haldið ræðu... Jú víst.

Er það ekki?

2 comments:

Anonymous said...

Þú stóðst þig vel á mánudaginn, elskan... Það skein alveg í gegn hvað þú ert með sætan persónuleika þegar þú komst fram... Hlakka til á morgun að hlusta á allar tækifærisræðurnar. Ert tilbúin með þína? :-)

Svava said...

Thanks darling:) Við erum snillingar að hafa drullað okkur af stað. Ég er að fínpússa ræðuna mína (brúðskaupsræðuna þína). Nú er bara að æfa sig nokkrum sinnum og muna eftir öllum atriðunum sem við lærðum síðast. Horfa í augun á öllum, ekki bara einum eða nokkrum, ekki fikta í andliti, ekki skíta á mig, ekki frjósa, ekki stama...