Monday, November 24, 2008

Bravó! Janis Joplin sýningin

Mikið ofboðslega er ég ánægð með að hafa farið á Janis Joplin sýninguna í Íslensku óperunni á laugardaginn! Við Siggú erum Janis aðdáendur og ég valdi miða á fremsta bekk eins og ævinlega svo maður fékk sýninguna beint í æð..

Bryndís Ásmundsdóttir slær algerlega í gegn í þessari sýningu. Þetta er ekkert smáræðislega geggjaðislega góð söngkona. Og hún náði Janis ALVEG. Ilmur var líka frábær. Að sjálfsögðu er ég búin að vera með Janis Joplin lög á heilanum síðan og tek heilu ballöðurnar fyrir Mána, sérstaklega Summertime og ... Oh-lord-won't-you-buy-me-a-Mercedes-Benz lagið sem ég veit ekki hvað heitir og bara alla helstu slagarana. Ég var líka mjög þakklát fyrir að það var ekki sýnt mjög vel þegar hún var að sprauta sig í æð með heróíni.

Sem sagt, frábært show. Mæli með þessari sýningu. Samt ekki fyrir ma+pa, þetta er of mikið sex, drugs & rockn´roll fyrir ykkur held ég.

Og pabbi, þú mátt algerlega og alveg kommenta ef þú vilt. Ég er komin yfir það stig þar sem mér finnst það uncool.

Later

No comments: