Það tókst manni að bögga mig í gær. Ég veit ekkert um þennan mann annað en það að hann er á risastórum mengspúandi jeppa og datt ekki í hug að slökkva á tryllitækinu meðan hann beið eftir að dóttir sín kæmi af æfingu við nýju æfingarhöllina í Laugardalnum í gær. Í svona allaveganna 15 mínútur var hann kjurr í stæði og mengaði út um allt.Svo kom ég út með strákana og var að kafna við að koma þeim inn í bílinn minn (eða mömmu bíl réttara sagt..) af því að bíllinn minn (mömmu) var við hliðina á herra mengun.
Ég verð meira að segja reið þegar ég skrifa þetta og byrja ósjálfrátt að pikka fáránlega fast á lyklaborðið. Helv..
Af hverju slekkuru ekki á bílnum mengandi kyrrstæði maður?!
Jackass.

No comments:
Post a Comment