Thursday, October 15, 2009

Rauði krossinn

Jæja,

nú er stelpan orðin sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og líkar bara vel. Ég tek eina 4ra tíma vakt á viku í Rauða kross búðinni og fer tvisvar í viku upp í Gerðuberg og aðstoða innflytjendur á grunnskólaaldri við að læra heima. Á fimmtudögum er ég bæði í búðinni og uppi í Gerðubergi og í dag er einmitt fimmtudagur:)

Ég verð að segja að mér finnst þessa sjálfboðavinna vera ótrúlega gefandi. Það er svo gott að gefa til baka til samfélagsins og það er einhver fáránleg vellíðan sem fylgir þessu starfi. Skrýtið.

Atvinnuleitin gengur ekki nógu vel. Það eru rosalega margir sem sitja um þau störf sem í boði eru núna. Ég held þó áfram að reyna, að sjálfsögðu. Ég sendi t.d. ferilskrána mína á fimm fyrirtæki í vikunni og fór í viðtal á ráðningaskrifstofu.

Strákarnir mínir fá í staðinn meira af mér, sem er nú gott.

Ást og friður.

2 comments:

Tinnsi said...

mm, hljómar mjög vel.

Svava said...

Takk Tinna mín. Ég ætla líka að skrá mig sem liðsauka. Þannig að ef það verða einhverjar hamfarir á Íslandi þá er ég á skrá yfir sjálfboðaliða sem t.d. eldar, passar börn eða eitthvað annað tilfallandi..