Þetta er allt Facebook að kenna.
Sko, að ég blogga svo lítið meina ég. Ég er nú ekki mikil tölvukona að upplagi (fyrir utan að Svanur er alltaf í tölvunni) og þegar ég fer tékka ég fyrst á e-mailnum mínum og svo á Facebook, jú og svo náttúrulega mbl.is og hinum fréttamiðlunum. En bloggið verður út undan, þannig er það nú bara:/
Það er bara svo gaman á Facebook:) maður fær bara eitthvað út úr því að lesa um hvað Facebook vinirnir manns eru að bauka, hvað nákvæmlega það er veit ég ekki alveg. Einhvers konar fýsni og hnýsni, for sure.
Ég las t.d. stór frétt núna áðan á pressan.is og mín fyrstu viðbrögð voru að deila henni með Facebook. Whats up with that?
jæja, lofa að blogga meira síðar. Núna er ég, fyrir utan að jólastússast, að mála baðherbergið. My special project þessa dagana, bara gaman:)
vi ses senere, ja
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment