Tuesday, January 26, 2010

What's up with that?

Hvað er málið? Tvisvar núna á síðustu dögum er ég búin að vera vitni að því í umferðinni að eldgamlir karlar eru úti að keyra í einhverju rugli, bara alveg út að flauta og sjá ekki neitt og vita ekkert hvað er í gangi.

Þetta er dáldið fyndið og dúllulegt en dáldið alvarlegt líka. Um daginn þegar ég var að keyra keyrði gamall maður utan í bílinn minn. Hann ætlaði greinilega að skipta um akrein en var alveg í ruglinu bara og sá mig ekki líklegast af því að ég var í blinda punktinum hjá honum. Þetta var alveg fáránlegt. Sá karl var alveg út að flauta.

Svo í gær er ég að keyra á Listabrautinni og eldgamall karl keyrir löturhægt og ætlar svo að beygja inn á Kringlumýrarbrautina en stoppar bara langt frá því sem maður á að stoppa til að bíða eftir að óhætt sé að fara út á Kringlumýrarbraut. Síðan lullar hann löturhægt áfram, alveg í ruglinu..

Á ekki að gera eitthvað í svona málum? Fjarlægðarskynið var svo augljóslega farið að klikka eitthvað verulega hjá þessum körlum og þeir voru seriously mjög gamlir. Eru ekki reglur við svona??

Nei, ég bara spyr..

No comments: