Friday, March 12, 2010

"Maybe I should have"

Mér líður dáldið svona. Bara svona að afsaka mitt klúður í lífinu.

Sem virðist vera (meðal annars!) að ofmennta mig. Tvær háskólagráður en lítil starfsreynsla og það er einmitt það sem atvinnuleitendur virðast vera að leita að núna. Manneskju með reynslu en líka háskólamenntun.

Hefði átt að nema staðar numið við fyrstu háskólagráðuna árið 2005 og fara út á vinnumarkaðinn þá í staðinn fyrir annað og meira háskólanám. Hvað var það? Djö....... klúður.

Maybe I should have.

2 comments:

Tinnsi said...

Nei! Ekki afsaka menntunina þína Svava. Þetta vil ég ekki heyra. Þú ert með mastersgráðu og það er stórglæsilegt. En þú ert tilbúin að byrja neðst og vinna þig upp.

Svava said...

Mikið rétt, ég er meira en tilbúin til að vinna mig upp. Mér finnst bara oft eins og þessi gráða virki fælandi, eins og atvinnurekendur haldi að ég stökkvi strax í burtu um leið og eitthvað annað betra býðst..

en boy oh boy hvað mig langar mikið í trausta og vel launaða vinnu. Sko framtíðarvinnu! Það er voða mikið verið að auglýsa tímabundin störf núna... en maður ætti kannski að vera þolinmóður. Máni kemst ekki í leikskóla fyrr en í haust!

kiss kiss Tinna