Fór í dekur í dag.
Eða það sem átti að vera dekur.
Ákvað að vera góð við mig og fara í djúpnæringu á ónefndri hárgreiðslustofu, miðsvæðis í borg þeirri sem ég lifi og hrærist í. Ég hef farið nokkrum sinnum áður í svona djúpnæringu og meiningin er að slaka á í dekstrinu á meðan maður fær höfuðnudd í sérstökum nuddstól sem er kveikt á í þeim tilgangi að maður fá slakandi nudd. Það er nú alveg yndislegt að fá höfuðnudd á meðan good hair-stuff er nuddað í hárið og hársvörðinn á manni. Right?
Mér var meira að segja boðið teppi svo slakandi á þetta að vera í nuddstólnum á meðan maður bíður í 10 mín. meðan "good hair-stuffið" er í hárinu.
Já, nei nei. Helvítis hárstofan var með eitthvað ógeðis techno tónlist á hæsta styrk kl. 10 árdegis og ég var eini kúnninn. Þetta var fáránleg trans-dans tónlist með engum takt, ógeðslega hátt stillt og ég var allan tímann í "slökuninni" að spá í hvernig í andskotanum þetta fólk geti unnið með þessa tónlist á. Bara skil það ekki, ég var að spá hvort tónlistin gerðu þau ekki taugaveikluð því að hún hafði allaveganna þau áhrif á mig.
Stelpan sem setti stuffið í hárið á mér fór allaveganna út að reykja á meðan stuffið var að virka.
Ok, reyndar var hárið rosa flott eftir meðferðina en wtf með þessa tónlist djöfulsins?!
Ég kvartaði ekki þar sem ég vildi ekki vera álitin e-r grumpy lady en maaaan, hvað þetta fór fokking í taugarnar á mér.
later,
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment