Saturday, September 18, 2010

Never again!


Þessi laugardagur tók heldur betur óvænta stefnu þar sem ég endaði út úr stoned út í Viðey með börnunum og kallinum.

Þegar við ákváðum að fara út í Viðey ákvað ég staðfastlega að ætla sko aldeilis að taka sjóveikispillu til að fyrirbyggja öll leiðindi. Ég hef nokkrum sinnum orðið sjóveik um ævina og þeir sem þekkja til vita að það er með verstu tilfinningum sem maður getur upplifað. Algert ógeð að vera flökurt!

Svo ég tók mína pillu og endaði eins og fyrr segir stoned út í Viðey.

Fáránlegt.

Er ennþá stoned af þessari bévítans pillu. Ég varð ekkert sjóveik en mikið líður mér asnalega af pillunni. Ætla að henda þessu í ruslið og aldrei taka svona aftur!

Þetta rokkar alveg á milli þess að vera þægilegt og óþægilegt, áhrifin af þessari pillu. Hlakka til þegar áhrifin hætta!

Anyways, það var voða gott að fara í Viðey. Glimrandi fínn dagur. Gaman að sjá friðarsúluna. Hafði ekki rænu á að taka mynd af henni. Damnit. Mér fannst hún voða flott. Klökknaði smá þegar ég sá áletrunina I will love you forever eða eitthvað álíka frá Yoko Ono til Lennons. Þurfti svo að leggja mig í grasinu í vímunni...

Óli minn er alveg heillaður af sögunni um Yoko Ono og John Lennon og elskar að heyra um friðarsúluna. Hann biður mig oft um að segja mér söguna af þessum hippum þegar við keyrum frá ma+pa á Álftanesinu.

All we are saying is give peace a chance

:)

Peace and love.

Make love not war.

No comments: