Friday, September 30, 2011

1967

Ég er svo rík að eiga nokkur tímarit ætluð húsmæðrum frá árinu 1967 þegar zetan var ennþá notuð og húsmæður voru til. Þvílík gullkista.

Í þessum tímaritum er að finna prjónauppskriftir frá þessum tíma og alls kyns uppskriftir eins og "steikt kálfslifur," "Hjartagúllas með gulrótum" og bökunaruppskriftina "munkar." Einnig er að finna reynslusögur húsmæðra. Ein lýsir því t.d. að henni hafi orðið illt í skapi þegar maðurinn hennar kom heim með viðskiptavini eða vinnufélaga í tíma og ótíma án þess að hringja á undan sér. Henni reyndist þá skiljanlega erfitt að vera tilbúin með óaðfinnanlegt heimili og kræsingar tilbúnar þar sem hún var að sauma á sig og börnin í hjáverkum á milli húsverka. (Eitthvað er ég er tengja)


Rakst á eina grein þar sem skammast er í húsmæðrum fyrir að fara illa með eplaúrgang:

"Það er oft grátlegt að sjá, hve sumar húsmæður fara illa með eplaúrgang, þ.e. hýði og kjarnhús." Svo er bent á góða uppskrift að eplasaft, sem er einmitt búin til úr eplaúrgangi.

Dásamlegt.

Ég þakka mínum sæla fyrir að vera ekki (einvörðungu) húsmóðir.

Wednesday, September 28, 2011

Pólitík er alger tík

Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.

Eiginhagsmunir og eiginhagsmunaseggir. Hverjir? Stjórnmálamenn.

Á Alþingi ættu að sitja óháðir, andlitslausir embættismenn helst með hagfræði- eða lögfræðimenntun sem bera hag þjóðarinnar en ekki sjálfs síns fyrir brjósti.

Mér finnst að stjórnmálin þurfi algera uppstokkun þar sem flokkakerfið deyr út og pólitík fer í sögubækurnar.

Hver er ekki kominn með leið á að heyra fögur kosningaloforð sem eru svikin um leið og viðkomandi fær kosningu? Hver er ekki leiður á valdasjúkum pólitíkusum sem spá frekar í eigin stöðu en stöðu þjóðarinnar?

Það á ekki að vera þannig að þjóðfélagið sé eins og fyrirtæki þar sem vinnudýrin á botninum fá alla skelli og gera alla vinnuna á meðan forstjórarnir planleggja ferðalög og fyllerí.

Hlutlausa, óháða stjórnmálamenn takk.

Af hverju ekki að gefa þeim refsistig og taka af þeim vinnuna um leið og þeir gerast sekir um að vera hlutdrægir og háðir?