Ég er svo rík að eiga nokkur tímarit ætluð húsmæðrum frá árinu 1967 þegar zetan var ennþá notuð og húsmæður voru til. Þvílík gullkista.
Í þessum tímaritum er að finna prjónauppskriftir frá þessum tíma og alls kyns uppskriftir eins og "steikt kálfslifur," "Hjartagúllas með gulrótum" og bökunaruppskriftina "munkar." Einnig er að finna reynslusögur húsmæðra. Ein lýsir því t.d. að henni hafi orðið illt í skapi þegar maðurinn hennar kom heim með viðskiptavini eða vinnufélaga í tíma og ótíma án þess að hringja á undan sér. Henni reyndist þá skiljanlega erfitt að vera tilbúin með óaðfinnanlegt heimili og kræsingar tilbúnar þar sem hún var að sauma á sig og börnin í hjáverkum á milli húsverka. (Eitthvað er ég er tengja)
Rakst á eina grein þar sem skammast er í húsmæðrum fyrir að fara illa með eplaúrgang:
"Það er oft grátlegt að sjá, hve sumar húsmæður fara illa með eplaúrgang, þ.e. hýði og kjarnhús." Svo er bent á góða uppskrift að eplasaft, sem er einmitt búin til úr eplaúrgangi.
Dásamlegt.
Ég þakka mínum sæla fyrir að vera ekki (einvörðungu) húsmóðir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hvað heitir þetta tímarit?
"Vísir í vikulokin" :)
ha ha! Gott nafn á tímariti. Hef aldrei áður heyrt það nefnt.
Post a Comment