Loksins, loksins...
... veit ég hvað ég vil gera í lífinu.
Ég vil vera rík kona sem býr í einbýlishúsi og ferðast reglulega. Starf mitt myndi vera að vinna við góðgerðarstörf. Ég myndi styrkja verðug málefni sem hjálpar fullt af fólki og gerir líf þess auðugra og hamingjusamara. Ég væri líka til í að vinna að umhverfismálum sem hafa það markmið að minnka losun mengandi efna út í andrúmsloftið. Grænt og gefandi starf.
Vinnutíminn myndi vera eftir mínu höfði og ég gæti tekið frí þegar mér þegar ég vil.
Vá, þetta hljómar æðislega:)
og þá er bara að vinna í lottóinu!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment