... þeir eru nú ekki fáir sem koma inn um lúguna. Það eina sem ég spái oftast í er hvort þeir eru heftaðir saman eða ekki því það eina sem ég geri er að safna þeim saman og fara með þá í bláu tunnuna, þ.e.a.s. þeir sem eru ekki með heftaðir saman.
Ég lít þá sem hafa hefti í hornauga þar sem það er óumhverfisvænt að hefta þá saman. Þá geta þeir ekki farið í bláu tunnuna. Það kom mér því á óvart að sjálfir Vinstri grænir hafa hefti í sínum kosningabæklingi sem kom inn um lúguna! Ekki umhverfisvænt það.
Er flokkurinn kannski úlfur í sauðargæru? Segist vera umhverfisvænn en sendir manni svo bækling með hefti í ... segist vera umhverfisvænn en er svo að gæla við hugmyndina um álver á Bakka...
Er samt að fíla hana Katrínu mína svo vel ég er ennþá að spá í að kjósa flokkinn. Bæklingurinn er líklegast bara yfirsjón á annasömum degi og álverið á Bakka bara hugmynd sem er langt frá því að verða að veruleika...
hmmmm......
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment