mér líður alveg fáránlega vel eftir vikudvöl á uppáhalds eyjunni minni. Mikið ofboðslega er gott að kúpla sig aðeins út, breyta um umhverfi og fá frí frá siðmenningunni. Ekkert sjónvarp, engin tölva og engin vinnusímtöl.
Mig minnir alveg endilega að ég hafi lesið í grein í e-u dagblaðinu núna um daginn að valdamesta fólkið á Íslandi ættu rætur að rekja til Breiðafjarðar. Mér þykir það ekki skrýtið, þvi ef andinn svífur e-s staðar yfir þá er það í Breiðafirði. Ætli það fylgi manni ekki stóísk ró út lífið ef maður elst upp á svona dásamlegum stað. Það er jú hugarróin sem fleytir fólkinu til metorða - eða það er allavegana kenning sem ég styð.
Það er undursamleg tilfinning að geta séð svo langt sem augað eygir til allra átta. Svo er ég allt í einu farin að sjá svo fáránlega vel. Það er kannski það líka.
Allavegana, flýt um á bleiku skýi eftir dásamlega dvöl með fólkinu mínu og vinum þeirra.
Takk fyrir mig og mína.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment