... í 6 manna fjölskyldunni.
Það er nú kannski ekki við öðru að búast í fjölskyldu sem samanstendur af fullt af börnum og tveimur fullorðnum. Tökum morgundaginn sem dæmi:
Guðrún Halla (14 mánaða) á tíma hjá barnalækni á morgun kl. 09. Örvæntingafulla húsmóðirin er að vonast til að eitthvað sé hægt að gera til að slá á slæman niðurgang sem er búin að vera hjá þessari litlu elsku í á fjórðu viku. Hún má ekki fara til dagmömmunnar á meðan á þessum ósköpum stendur þó hún sé nú hress að öðru leyti. Hvað mamman á að gera við hana restina af deginum til að hún komist í vinnuna er óleyst en mamman ætlar að koma því máli yfir á pabbann þar sem mamman er að fara í sveitaferð með...:
Stefán Máni (6 ára) er að fara í sveitaferð í Guðmundarlund (hvar svo sem hann nú er) með leikskólanum á morgun kl. 13. Þetta er svona ferð sem foreldrarnir fara með í og foreldrafélagið skipuleggur. Mamman vonar að það verði sólkin og blár himinn er býr sig undir það versta. Það er síðasta æfingin í frjálsum kl. 16 á morgun en það er ekki að fara gerast vegna alls neðangreinds...:
Emilía Sól (8 ára) er boðin í afmæli kl. 17. Afmælið er í Árbæ! Það er reyndar allt í lagi af því að...
Ólafur Tryggvi (12 ára) er boðin í afmæli á sama tíma. Afmælið er í Grafarholti! Þannig að það er sama ferðin,
sjálfri mér er boðið í útskriftarveislu í Kópavogi kl. 18:00 en er þá með litlu og Stefán Mána og þetta er svona "no kids" dæmi giska ég á. Gæti kannski hringt í barnapíuna.....
Hvenær ég kem úr sveitaferðinni veit ég ekkert um.
Kannski ég fari með smá bæn núna,
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment