Átti svo æðislegan föstudag í gær. Hitti Önnu Láru mína í hádeginu á Gló á Laugaveginum sem var frábært. Hitti mömmu í beinu framhaldi af því og við fórum og kíktum í búðina Volcano sem ég er búin að vera á leiðinni í í lengri tíma. Labbaði út með svörtu slána sem ég er búin að vera að leita að í svona allavegana þrjú ár:) Takk elsku mamma! Er ekkert smá ánægð með þessa flík.
Endaði svo góðan dag á að hitta nokkra vinnufélaga um kvöldið og kjafta fram á nótt og hlægja mikið. Dásamlegt. Kom ekki heim fyrr en kl. 01 og líður eins og ég sé þunn:) Svo gott að brjóta hversdaginn upp með því að gera eitthvað svona.
Happy:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment