æ, nú er maður farinn að blogga af hálfgerðri skyldurækni..
Virðist vera að maður eigi bara nóg mig sig og sína og daglegt líf. Ætli það sé ekki bara þannig..
Mér finnst tíminn fljúga og allt í einu er október að klárast, voða skrýtið..
Af mér er það að frétta að ég tók mig til og lenti í 2. sæti í ljótupeysukeppni sem var í vinnunni í fyrradag. Ég fann þessa líka hræðilegu peysu í Rauða kross búðinni á Ránargötunni. Hún er svona bleik prjónapeysa sem er það stutt að það sést í allan magann ef maður er bara í peysunni. Ákvað því að vera þannig sem vakti mikla lukku hjá samstarfsfélögunum.
En núna veit ég hvernig fólki líður sem býst við að vinna eitthvað og vinnur svo ekki eitthvað. Dáldið svona eins og á Óskarnum þar sem þær kvikmyndastjörnur sem eru tilnefndar eru myndaðar í nærmynd þegar það er að koma í ljós hver vinnur. Ég var svo viss um að hreppa fyrsta sætið að ég hálfmissti andlitið þegar atkvæðin voru talin. Fékk bara 2 atkvæði! En við vorum þrjú sem fengum tvö atkvæði og svo var dregið um sætin og þess vegna lenti ég í öðru sæti...
Vann einhverja kasettu með lögum sem ég hafði aldrei heyrt af áður svo ég skipti bara við vin minn sem hreppti þriðja sætið og fékk þess vegna Ég var einu sinni nörd á videóspólu. Vinurinn er pólskur svo ekki myndi hann hafa húmor fyrir því hvort sem er.. Horfði svo á videóspóluna í gær og hló og hló. Mikið er hann fyndinn hann Jón Gnarr:)
Allavegana, örvæntingafulla húsmóðurin er í óða önn að leitast við að undibúa jólin. Er búin að grafa upp jólasveinahúfurnar og næst á dagskrá er svo blessaða jólakortamyndatakan. Það getur verið flókið í fjölskyldunni minni þar sem allir krakkarnir eru ekki alltaf heima á sama tíma... svo það er best að hespa þessu af.
Gleðileg jól:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment