Saturday, March 14, 2015

14/3 2015

Hinn fullkomni dagur.

Ji, hvað ég er alltaf skemmtileg. Hinn fullkomni dagur hjá mér er að vakna úthvíld, lesa smá með kaffi upp í rúmi. Kela smá. Fara svo í sund. Ein. Fara svo heim og liggja í leti. Lesa smá meira. Smá meira kaffi. Taka til. Skrifa bréf. Dúlla mér. Horfa á sjónvarpið. Fara upp í rúm með tölvuna og í rúminu er hitateppið í gangi og ég get stillt í hvaða stellingu rúmið er (núna sit ég) og fara svo að sofa.

Ji, elska þetta. Elska.

No comments: