Sunday, December 6, 2015

5/12 2015

"Halló, ég heiti Svava og er öryggis- og vanafíkill."

"Hæ Svava!"

Gat ekki einu sinni verið seint í heimsókn (og dekri) í gærkvöldi upp í Breiðholti. Fór bara öll að ókyrrast þegar klukkan nálgaðist miðnætti því samkvæmt venjunni er ég sofnuð þá eða allavegana komin upp í rúm. Svo átti ég fyrst að koma kl. 18 (þriggja klukkutíma hártreatment process) og þá leist mér ekkert á blikuna. Ég meina, hvað með kvöldmatinn?! Ég borða hann ALLTAF á milli 18:00 og 20:00..

Ji, hvað það er erfitt að vera svona vanafastur. Neri hendunum um símann minn þegar klukkan varð meira og meira eins og hann væri einhver öryggisventill og vinkonan pollróleg enda fannst henni ekkert tiltökumál að vera á fótum eftir miðnætti á laugardagskvöldi... Hún er nú reyndar fædd '87.

EN. Það var svo gaman! Við spjölluðum og töluðum um allt og ekkert. Þessi vinkona mín er pólsk og við unnum saman en hún er hætt núna. Ég skemmti mér svo vel:) Mömmu hennar fannst fyndið að sjá mig á hnjánum við sturtubotninn enda er "yfirmaður" hennar í vinnunni...

Fyrr um daginn var jólakaffið í vinnunni minni og ég fékk þessa veglegu matargjafakörfu í tilefni af 5 ára starfsafmælinu mínu:) Hamborgarahryggur, reyktur lax og ég veit ekki hvað og hvað í körfunni. Ostar og kex. Takk fyrir mig Hreint:)




No comments: