MMmMMMMMmmmmm.... hætt í vinnunni:)
Er að fíla mig svo vel og líður eins og ég sé að vakna til lífsins hreinlega. Er búin að lofa mér að koma mér ekki aftur í svona mikla álagsvinnu. Ever.
Hef ákveðið að taka hamingjuna framyfir frama og fórna ekki lífinu fyrir vinnuna.
Mér finnst þetta æðislega góð ákvörðun.
Hakuna matata.
Skilaði bílnum í gær og stresstækinu (símanum.) Labbaði heim frá því og finnst ekkert mál að vera ekki á bíl. Þetta segi ég núna í júní;)
Í dag hitti ég Tinnu með dætur sínar þrjár í gamla skólanum okkar. Sko úti á rólónum. Það var mjög fínt. Ég og Stefán Máni hjóluðum þangað. Tinna er þeim æðislegu eiginleikum gædd að manni líður alltaf eins og maður hafi hitt hana síðast í gær. Hún býr yfir svo yndislegri stóískri ró hún Tinna að manni líður alltaf vel í kringum hana. Ég er rík að eiga hana sem vinkonu. Bara vellauðug.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ó Svava mín, takk fyrir að segja svona fallega hluti um mig. Ég hlakka til að hitta þig aftur við fyrsta tækifæri.
Post a Comment