Allt í einu finnst mér ár og dagar síðan ég bloggaði en kannski var það nú bara í síðustu viku...
Mér finnst tíminn líða mjög undarlega. Mjög hratt og mjög hægt sem er fáránlegt. Finn það er eitthvað voða mikið að gerast með mig sem er jákvætt. Stundum hratt og stundum hægt. Skrýtið.
Ég er búin að vera í major hreinsunarferli hérna heima. Fer á Sorpu einu sinni í viku og hendi og gef. Gef og hendi. Það er svo gott. Finn að ég er næstum því búin að öllu því sem mig langar að gera hérna heima. Núna er ég eiginlega farin að spara það því mér finnst svo gaman að taka til og hreinsa út. Er að taka íbúðina svona kerfisbundið sem felur líka í sér veggina. Mér finnst það leiðinlegast. Nenni því eiginlega ekki en það er ekki samt fyrr en maður skoðar veggina að maður sér að þeir eru jú skítugir líka.
Núna er mig farið að lengja eftir vinnu svo ég hef ákveðið að vera með smá bögg við þá staði sem ég er búin að sækja um vinnu á. Ég ætla að fara hringja og vera með eftirfylgni og vesen. Byrjaði á því í morgun með starf sem ég hef áhuga á en .... nei, þá svarar ekki síminn. Sendi tölvupóst í staðinn. Æ, maður veit hvað allir eru uppteknir alltaf.
Jæja, update lokið. Lifið vel peeps.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment