Jæja, góðan daginn gott fólk.
Mikið sem ég er þakklát fyrir daginn í dag. Bara truly og í alvörunni.
Ég er eitthvað svo ánægð með veðrið þessa dagana. Er að elska þessa stillu. Frost og stilla og björt og falleg snjóbreiða yfir öllu. Love it.
Dagurinn lítur ágætlega út. Ég er að fara skokka 5k, fara í Bónus og svo á kvöldvakt.
Ég er búin að læra mikið af vinkonu minni Sólrún Diego á snappinu en eftir að hafa fylgst með henni og hvernig hún fer bara einu sinni á viku í Bónus hef ég tekið það upp eftir henni. Þetta er alveg heilmikið sparnaður sem felst í þessu og maður nýtir svo miklu betur allt sem er til hérna heima. Ég er alveg stórhrifin af þessu og er að spara alveg heilan helling. Skil ekki alveg hvað ég var að spá eiginlega þegar ég var að vinna til dæmis. Þá var þetta eitthvað svo ómarkvisst. Ég flakkaði á milli Bónus, Krónunnar og Nóatúns eins og flökkukind og ég vil ekki vita hvað ég var að eyða í mat á þessu tímabili! Núna fer ég bara í Bónus og er lauslega búin að ákveða hvað er í matinn þessa fimm daga vikunnar sem ég sé um matinn.
Ég líka geri ekki eins mikið úr kvöldmatnum og ég gerði. Er búin að taka eftir því að krakkarnir borða ekkert svo mikið í þessari máltíð. Þau fá heita máltíð í skólanum í hádeginu og Svanur líka og núna ég líka í nýju vinnunni. Það felst ágætis sparnaður í því að tóna þessa kvöldmáltíð aðeins niður. Það er samt alltaf kvöldmatur.
Mér finnst gott að gera til dæmis kjötbollur úr svona kjötfarsi sem ég kaupi núna í Bónus og vissi ekki að væri til fyrr en ég uppgötvaði það um daginn. Þetta er í frystkistunum á göngunum. Svo er líka fínt finnst mér og krökkunum að vera einstaka sinnum með bjúgu.
Allavegana, matarsóunin hefur batnað um heilan helling og er orðin mjög lítil núna. Tók þetta alveg í gegn á þessu tímabili sem ég var atvinnulaus.
Svo finnst mér líka leiðinlegt að fara í búðir og þá er ágætt að gera þetta bara einu sinni í viku með nákvæman og ítarlegan innkaupalista. Minna vesen og ánægðari ég.
Er svo að fara á mína fyrstu kvöldvakt í kvöld sem er þá frá kl 16 - 22. Ætli maður hafi ekki bara gott af því að vera ekki heima svona einu sinni á þessu tímabili?
eigið góðan dag elskurnar:*
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
En hvað þetta hljómar vel hjá þér Svava mín. Mér finnst þetta erfitt viðfangsefni, matarsóunin. Gott hjá þér að ráðast á það.
Tinna
Post a Comment