Ja hérna hér. Það er kominn 7. janúar og ég er ekkert búin að blogga.
Það er búið að vera óvenju mikið í gangi hjá mér mér til varna. Nýtt starf, nýtt nám og samskipti við alls konar fólk. Oh my.
Verð eiginlega að segja að stærsta púsluspilið var að fatta þetta nám sem ég er að fara í og hvernig það er uppbyggt. Er búin að liggja yfir þessu og hvernig ég ætla að gera þetta allt saman og hvernig í ósköpunum ég ætla að vinna með en þetta small loksins hjá mér hva... í fyrradag sirka.
Ég er sem sagt að hefja nám í Heilbrigðisskólanum í FÁ á heilsunuddbraut. Þessa fyrstu önn mína verð ég í fjórum kúrsum í fjarnámi og einum í dagskólanum. Er að fara taka heilbrigðisfræði, líffæra- og lífeðlisfræði, næringafræði og kannski bókfærslu ef ég fæ það ekki metið í fjarnámi og svo stofnun og rekstur nuddstofu í dagskólanum.
Samfara þessu fann ég mér aukavinnu á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem ég starfa 50%. Ég er búin að taka fyrstu tvær vaktirnar og það er reyndar heilmikið til að takast á við og koma sér inn í.
Allavegana, ég finn að þetta blessast allt saman og er bara spennt fyrir þessu spennandi ári 2017. Ég ætla að gera mitt allra besta til að láta þetta ganga upp allt saman.
Já, já, já, já, já.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Geggjað!! Hlakka til að heyra hvernig gengur og hvernig þér líkar.
Tinns
Post a Comment