Saturday, February 4, 2017

Já sæll. Já fínt já sæll já fínt já sæll

Jæja.

Vikan er búin að vera ljúf og góð. Aðallega vegna þess að veðrið hefur verið bærilegt og frúin var á bíl. Þvílíkur lúxus!

Ég prufaði að fara í flot sem var æði. Fékk sem sagt að eigin ósk svona flothettudót í jólagjöf frá ma+pa og samanstendur þetta apparat af flothettu og tvemur svona dúbbum sem maður setur utan um lærin. Svo fer maður bara ofan í og flýtur um.

Við vorum sem sagt í innilauginni í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði um kl. 20 um kvöldið. Ljósin voru slökkt og þarna vorum við um 12 guggur að fljóta. Mér fannst þetta dásamlegt og ég er ekki frá því að ég sé aðeins betri í bakinu en hryggurinn náttúrulega flýtur bara þarna sultuslakur.

Þetta var fyrir mér hin fullkomna blanda af einhverju fyrir líkamann og einhverju fyrir sálina. Það er ekki hægt annað en að slaka á því maður bara getur ekki annað. Þarna er enginn vél sem þarf að setja af stað eða diskar sem þarf að vaska upp eða krakkar sem trufla mann. Nei, nei. Maður er bara í guðs friði fyrir allt og öllum í þessa einu klukkustund. Ji minn alli hvað ég er að fara gera þetta vikulega héðan í frá.


No comments: