Wednesday, March 15, 2017

æ, æ, Æ

Ja hérna hér.

Loksins finn ég smá stund aflögu til að sitja og blogga í smá stund. Allt í einu er ég gripin söknuði yfir þeim tíma þegar ég var að blogga um bækur og bara bla. Mig vantar þetta bla.....

Vinna, vinna, skóli, læra, læra

Þannig er þetta búið að vera að undanförnu. Já og óstjórnleg þrá yfir að flytja í rólegra hverfi burt frá ysi og þysi miðjunnar. Ég var mjög illa haldinn í þessari þrá minni í síðustu viku og finn fyrir svona spennu ef ég er að skoða fasteignaauglýsingar.

Af hverju eru seldar eignir auglýstar? Ég bara spyr. Það var í tvö skipti sem ég sá eignir sem ég varð svo spennt fyrir en svo rak ég mig í smáa letrið fyrir neðan: Eignin er seld..... Why?!

Allavegana, skólinn gengur alveg ágætlega. Það fer að styttast í prófin en þau eru í byrjun maí. Vinnan sem átti nú að vera svona eitthvað smotterý með skólanum bara til að lifa af er frekar kröfuhörð og ég er oft þreytt eftir þessar vaktir sem eru þó alls ekki langar. Bara krefjandi. Þetta ætti að vera miklu betur launuð vinna. En hentar vel með skólanum og er bara alveg hreint ágæt. Vildi bara að launin væru betri.

Jæja, væl óver and out.

4 comments:

Tinnsi said...

Verður þú ekki bara að skella þér á skíði Svava mín? Taka þessi eldri með og skilja lilluna eftir hjá ömmunni?

Svava said...

Jú Tinna mín. Ég er reyndar búin að vera mjög dugleg í þeim málum. Við fórum þar síðustu helgi í fyrsta skipti með Stefán og Emilíu á skíði. Síðan fór ég þá viku ein með Stefáni og svo síðustu helgi fórum við Óli ein. Það var ÆÐI. Ég fór reyndar í tvöfaldan yogatíma í gær sem gerði mér mjög gott en núna er umferðarniðurinn heima að trufla mig. Allt í einu virðist Eyrarbakki eða Stokkseyri mjög sexy staðir til að búa á! ;)

Tinnsi said...

Úff, hmm, já kannski. En þú myndir ekki hitta neinn og værir í klukkutíma í vinnuna/skólann og síðan aftur heim. Ég held að stutt commute sé mjög mikilvægt.

Tinnsi said...

En geggjað að fara með börnunum sínum á skíði. Hljómar mjög vel.