Vó, hvað mér líður vel.
Á sirka mánaðarfresti fer ég að finna að ég þarf að fara til kírópraktorsins. Líkaminn minn er bara þannig, ég er með hryggskekkju og henni fylgja alls konar vandamál eins og til dæmis vöðvabólga og stirðleiki í öxlum.
Allavegana, í síðustu skiptin sem ég hef verið hjá kíró er það eiginlega bara það síðasta sem hann gerir sem ég þarf en þá hnykkir hann hálsinum til þegar ég sit á stól. Svo líður mér vel á þessu svæði í nokkrar vikur.
Mér hefur reyndar fundist eins og hálsliðirnir séu ekki rétt raðaðir saman núna í langan tíma (disaligned.) Var búin að vera drepast í dag og vissi ekki hvað ég gæti gert. Þetta er ekki eitthvað sem yogað getur hjálpað mér með einu sinni þannig að í örvæntingu minni hringdi ég á nuddstofu hér í bæ vitandi að ég þurfti að gera eitthvað og gat fengið tíma eiginlega strax.
Það er alger tilviljun að ég lenti á þessum ljúfling sem hann Caras er. Honum var strax mjög umhugað um þetta vandamál mitt og nuddaði og nuddaði. Sagðist geta hnykkt þetta en væri nú reyndar ekki með leyfi svo hann var hálf feimin með þetta en staðráðinn í að vilja hjálpa mér samt. Hann vildi til dæmis ekki að ég segði kírópraktornum mínum frá þessu.
Svo að eftir nuddið þegar ég sat þarna fullklædd reyndi hann að hnykkja mig til hliðanna með höfuðið en ekkert gekk. Svo afræður hann að taka eitthvað "advanced" kíróbragð og lét mig leggjast á bekkinn (bað mig) og vafði einhverju utan um hálsinn á mér og hnykkti svo svona upp þannig að hálsinn og höfuðið fóru uppávið.
Omg. Sveif þarna út og gleymdi næstum því skónum mínum. Alsæla. Halló. Þarna losaði hann um margra mánaða gamla spennu. Ég veit ekki hvernig nafnið hans er skrifað en vá, vá, vá hvað þetta var gott.
Vá. Takk Caras.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment