Sunday, May 19, 2019

Má maður aðeins..

Það er svo gott að bregða aðeins út af vananum.

Vanalega borða ég alltaf sömu hollu og hreinu fæðuna. Sem er ekkert frábært. Held að fjölbreytileikinn sé alveg málið. Bara auðvelt að falla í þá gryfju að gera alltaf það sama og borða alltaf það sama.

Þess vegna var svo gott að missa sig aðeins í dag. Vorum með afmælisveislu og bökuðum saman afmælisköku með oreobotni og rósasmjörkremi. Fékk mér smá flís. Mmmm.. aðra flís.. damn hvað þetta var góð kaka!

Fékk mér líka Rice Krispies bollakökur  og þegar vegan rétturinn klikkaði þá fékk ég mér ...

... kótilettur!

Má maður aðeins! Fékk mér meira að segja súkkulaðibombur líka.

Allt gott. Svo gott.

2 comments:

Tinnsi said...

Mmmm, hljómar vel. Ég held reyndar að sama holla og hreina fæðan sé alveg málið. Formæður okkar voru ekkert með mikinn fjölbreytileika en á meðan maður fær ekki skyrbjúg held ég það sé gott að vera með stabilitet. Rannsóknir sýna að fólk helst betur í kjörþyngd með því að vera með minni fjölbreytileika.

Svava said...

Hehe, kannski. Mamma mín segir að það sé gott að borða fjölbreytt. En já, borða eiginlega alltaf sömu hollu fæðuna.