Wednesday, August 21, 2019

Veisla!

Inn í sjálfri mér er veisla. Blússandi partýilæti. Í miðjunni er ég, brosandi hringinn. Sko hringinn.


Leikskólagöngu barna minna er lokið. Síðasti dagurinn í dag. Ég öskra af gleði innra með mér. Sko stríðsöskur.

Þarf ekki að skutla eða sækja á leikskólann aftur. Aldrei!!

Nei sko, þið skiljið ekki.

Hef verid að skutla og sækja í leikskóla og til dagmömmu í næstum 17 ár.

17 ár!

Rakettur og blöðrur. Svo hamingjusöm. Svo. Hamingjusöm.



Þetta er næstum því komið bara.

Lífið, hér kem ég!

Þarf bara að skutla Guðrúnu Höllu á sundæfingu í dag og svo örugglega í fullt af hlutum á næstu árum..

Oh well. En samt.

No comments: