Það streymir yfir mig gríðarlegt þakklæti.
Hér er ég stödd EIN. Loksins ein. Ég er ein í heilum bústað. Ein. Loksins ein.
Sumir þurfa klárlega meiri alone time en aðrir. Ég þarf vissulega minn skammt. Ólýsanlega gott að fá hann loksins.
Það eru búin að vera svo mikil læti og órói heima. Þá meina ég að það er verið að setja upp stillansa í kringum alla blokkina af háværum Pólverjum og einhvern veginn ruddalegum karlmönnum. Í gær voru þeir svo mættir beint fyrir utan stofugluggann. Um kl 07 vöktu ruslamennirnir mig.
Þessi borg. Þessi blokk! Þrengt að manni úr öllum áttum.
Gríðarlega þakklát fyrir þessa endurnæringarhelgi. Gríðarlega. Var orðin alveg tóm. Þakklát fyrir fylleríið;)
Djók (er að fylla batteríin.)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment