Held ég tékki þetta bara af listanum.
Það var á bucket listanum að fara á improv námskeið og ég er búin að mæta í öll skiptin. Núna er bara eitt skipti eftir og mig langar svo mikið að beila á því. Er ekki að finna mig í þessu. Plús að það á að fara á pöbbinn eftir námskeiðið (sem er búið kl 22 (!!)) Allir sem þekkja mig vita að það er meira en ég ræð við.
Þetta tekur nefnilega alveg á. Búið að vera rosa gaman. Svo upplífgandi að vera niðrí bæ að leika við annað fólk. Ungt fólk meira að segja.
En í spuna þarf snerpu, hraða og skarpar hugsanir og mjög frjótt ímyndunarafl.
Er ekki alveg þar. Gærkvöldið var frekar erfitt af því að ég var svo þreytt. Allt í gangi heima, var að skutla Guðrúnu Höllu í afmæli og Stefán átti að fara á æfingu. Hafði hitt nuddhópinn minn og verið á löngum kveðjuhittingi með þeim um daginn þar sem skólinn er nú formlega búinn.
Það var í rauninni bara nóg. Sá þegar ég kom heim í gærkvöldi (seint af því að námskeiðið er alveg frá 19-22) að maskarinn hafði lekið niðrum allt andlit. Labbaði niðrá Hverfisgötu eins og alltaf, í rigningu í þetta skiptið, en tékkaði nú alveg á andlitinu áður en ég hitti hópinn. Held þetta hafi gerst út í bíl þegar Svanur sótti mig eftir námskeiðið. Hlýt að hafa nuddað augun þá. Eða ég rétt vona það!
Orkulega séð þá er ég líka ekki alveg á sama leveli og þau. Aðeins eftir á alltaf og ekki alveg með á nótunum oftast...
P.s. komst að því í gær að nuddhópurinn er með grúppu á snapchat sem mér var svo addað í í gær. Þau bjuggu hana til þegar þau voru í glasi á lokahófinu (sem ég var ekki á.) Grúppan heitir því innilega nafni fuckbuddies. Æðislegt nafn á nuddnemum. Elska það reyndar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment