Thursday, February 27, 2020

Minn eigin maður

Mikið sem ég er heppin með klettana í lífinu mínu. Fólk eins og ég þarf fólk eins og þau.

... því stundum gerir maður upp á bak og þarf aðstoð.

Fór í mína reglubundnu hugleiðslu út í skóg í Elliðárdal í morgun. Búið að snjóa óvenju mikið og ég komst ekki þar sem ég fer vanalega. Lagði ofar og allt yndislegt þangað til ég þarf að fara að koma mér í vinnuna. Renn mjúklega til hægri ofan í skurð sem ég var svo pikkföst í. Sá ekki skurðinn í öllu fannferginu.

Elsku eiginmaður minn kom, sá og sigraði hjartað mitt með því að koma strax (hann var reyndar í grenndinni) og skipta um bíla svo ég kæmist á réttum tíma.

Ekki að ástæðulausu sem hann er minn ICE (In Case of Emergency) í símaskránni.

Phew og mmmm...


No comments: