Tuesday, May 5, 2020

Abraham

Ég hlusta á Abraham Hicks næstum daglega.

Eiginlega alltaf þegar ég er inni í eldhúsi að elda eða baka eða bara að stússast heima. Í hvert einasta skipti líður mér betur þó mér hafi ekkert liðið sérstaklega illa þegar ég byrjaði að hlusta.

Ég bara elska boðskapinn og tengi svo hart.

Abraham Hicks er einhvers konar guðleg vera annars staðar frá sem kemur í gegnum Esther sem túlkar hann. Abraham ferðast með og í gegnum Esther og heldur mörg seminars þar sem fólk er að læra á lífið og hvernig það á að haga sér og hugsa til að fá það sem það vill.

Abraham leiðbeinir að þetta snýst allt um hvaða vibe við sendum frá okkur og á hvaða tíðni við erum á.

Mæli með að þið hlustið á fyrirlestra hans/hennar á Youtube. Það er fullt af þeim. Veisla.

Party on Wayne. Party on Garth.


No comments: