Tuesday, November 24, 2020
Þorsti
Friday, November 13, 2020
Um innri togstreitur og aðra harmleiki
Tuesday, November 3, 2020
Afkáralegar hugsanir konu í vatni. Vol II
Monday, November 2, 2020
Æsingur
Ég er búin að æsa (eða æra) mína innri húsmóður upp.
Þar sem ég er nú orðin tímabundið fulltime húsmóðir (aftur) er ég komin með aðgerðarplan til að halda sönsum. Ég er með þema fyrir hvern mánuð og svo undirþema fyrir hverja viku.
Október var mánuður sófans. Við fengum nýjan sófa í brúðkaupsgjöf frá foreldrum mínum en vorum aldrei búin að actually fá hann. Var því að skoða sófa og spá í sófum en komst svo að því að eins og með alkemistann þá er fjársjóðurinn oft heima. Þetta er svo frábær sófi sem við eigum og ég (við) er búin að koma mér svo vel fyrir í honum að mig langar bara ekki annan. Endaði því með að bólstra pulluna sem var "biluð."
Þema nóvembermánaðar er (tatata dam..) PLÖNTUR. Ég náði að fókusa það mikið inn á þetta þema í gærkvöldi að ég gat ekki hætt að hugsa um stangir. Mig langar nefnilega að hafa svona hangandi plöntur í hekluðu dæmi í eldhúsglugganum en .. þú veist.. í hverju eiga þær að hanga?
Bara gat ekki hætt að hugsa um þetta í gærkvöldi. Fékk stangir eða aðrar lausnir á heilann og lá bara hálf stjörf að greina þetta mál í kvöldbaði gærkvöldsins.
Allavega, undirþema þessarar viku er ljósmyndir. Að láta framkalla myndir og setja í albúm. Halda áfram þar sem frá var horfið. Framkallaði síðast 2016!
Er merkilega spennt yfir þessum verkefnum og finnst eins og ég sé öll að lifna við.
Dásamlegt!
(Skrifað síðar: hér má sjá árangurinn sem er kominn núna inn í eldhúsi.)