En núna er ég annars konar þyrst. Lífsþyrst.
Mikið ofboðslega sakna ég eðlilegs lífs allt í einu. Að knúsa og faðmast, geta nuddað eðlilega, hitt fullt af fólki. Tengjast því. Ærslast. Fíflast. Hlægja. Dansa. Kjafta. Tísta. Brosa. Tengjast.
Eðlilega. Án undirliggjandi ótta við plágu.
Grenjaði meira að segja smá í gær af tærum söknuði.
Hlakka ofboðslega mikið til að tengjast manneskjum aftur.
No comments:
Post a Comment