Wednesday, March 3, 2021

Mama's little helper


Stundum bara stundum, líður mér eins og svona housewife frá sjötta áratugnum. Dáldið vansæl, föst og hjálparþurfi.

Kulnun úti, kulnun inni. 

Þá er nú aldeilis gott að eiga pilluglasið.

Djók!

Í mínu tilfelli er minn hjálpari í formi vökva. Blóð hjartans er það stundum kallað.

Þetta er auðvitað cacao bollinn. Meðalið mitt. Í þessu cacao eru nokkur efni sem láta manni líða vel; t.d. sama efni og er í kvíðalyfjum og eitthvað efni sem lætur manni líða ástfangin(n) og líka efni sem hlúir að brotnu hjarta.

Mér finnst rosalega gaman á cacao seremóníum. Þar kemur fólk saman, setur sér ásetning og kyrjar saman eða dansar jafnvel og hugleiðir. Langt síðan ég hef farið á eina slíka.. Sakna alveg sérstaklega tímanna hjá Andagift. Þar eru alvöru seiðkonur sem kunna að magna seiðinn og galdrana. Þessir tímar finnst mér töfrum líkjast og kem út ansi hátt uppi. High on life.

Það fylgir því gleði að útbúa bolla. Oft tilheyrir þeirri seremóníu minni að dansa fyrir cacaoið. Ég elska þetta.

Er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þessu meðali. Það gefur mèr ró og frið í sálina og heldur mér á mottunni ef svo má að orði komast. 

Takk fyrir, takk fyrir, takk fyrir 😊🙏



No comments: