Friday, September 10, 2021

Being an empath

Einu sinni, fyrir nokkrum árum, fórum við fjölskyldan í sund í Laugardalslaug.

Það voru margir í sundi og ég man að Emilía, stjúpdóttir mín, var með mér og Guðrún Halla hlýtur að hafa verið líka með okkur í kvennaklefanum. 

Við vorum að klæða okkur eftir sundið. 

Allt í einu snarbreytist andrúmsloftið. Sundlaugarvörðurinn hefur ýtt á rauða takkann og viðvörunarkerfi yfirgnæfir allt. Alveg rosalega hátt. Birtan breytist og karlmenn hlaupa inn úr öllum áttum. Viðbragðskerfið er komið á fullt blast.

Það hafði steinliðið yfir eldri konu á sturtusvæðinu. Mig minnir að ég hafi heyrt dynkinn. Það lak smá blóð út frá höfðinu og svo voru þau að stumra yfir henni.

Næsta sem ég veit er að ég fæ sjálf yfirliðs tilfinningu. Ógeðslega óþægileg tilfinning. Nýlega (þá) hafði liðið yfir mig sjálfa.

Einhvern veginn staulast ég fram en er í hálfgerðu yfirliði. Finn að ég er hvít í framan enda bregður konu mikið sem sér mig og hálföskrar: er allt í lagi með þig!? Ertu ein?! Þarna hálfligg ég á bekknum fyrir framan klefann þar sem maður fer í skóna. Svo horfir hún á mig og spyr: "hefur þetta gerst fyrir þig?"

Svani bregður líka þegar hann sér mig og við komum okkur út þar sem ég fæ einhvern sykur, ís eða frostpinna, man ekki, og þá fyrst fer ég að koma til baka.

Mér leið eins og konunni sem hafði liðið yfir. Ég fann að hennar líðan var orðin að minni líðan og þegar mér var farið að líða betur fann ég að henni var farið að líða betur.

Svona er lífið sem empath. 

Sem betur fer finnur maður ekki hvernig öllum líður alltaf en stundum gerist það að manni líður eins og annari manneskju líður eins og hennar sársauki eða líðan sé manns eigin. Eða þá að maður finnur sinn eigin sársauka í annarri manneskju. 

We are all one man.

Ég var því berskjölduð síðastliðið laugardagskvöld þegar ég sat á næst fremsta bekk fyrir miðju í Borgarleikhúsinu á sýningunni 9líf. Þetta endar í drama nema hvað, eitthvað gerðist sem sagt. Allt í einu labbar Bubbi sjálfur til okkar og maður var nýbúin að lifa sig inn í hvað það var sem gerðist. Allir syngja lagið Sól að morgni og þetta var svo tilkomumikið að ykkar kona brotnar saman og fer að vatna músum öll beygluð í framan. Aron Mola horfir á mig og sér brotnið. 

Úff, góð sýning maður.

Þetta með leiksýninguna er ekki beint empath tengt en næm er hún blessuð konan.



P.s. er ekki lífið ljúft? Núna er sunnudagur og ég nenni ekki neinu. Rok og rigning úti. Ætlaði að fara í Bónus en nenni því ekki. Nútíminn býður víst upp á það að þegar á leti ber við, nú, þá getur maður bara pantað allt sem maður ætlaði að kaupa í Bónus á netinu og fengið sent heim:) samdægurs! 

Takk nútíminn. Já, og netto.is


No comments: