Thursday, January 18, 2024

RUV

Hætta ber leik þegar hæst stendur.

Ég ber mikla virðingu fyrir RUV. Er búin að vera verktaki þar í sirka fjögur ár núna og er farin að þykja vænt um staðinn og fólkið.

Tengiliðurinn minn er æði og þetta er búið að vera mikið ævintýri. Var meira að segja að nudda þar sem allt gerist þarsíðustu jól. Það var gaman. 

Núna eru breytingar í siktinu hjá mér og hendurnar mínar biðja um minna álag. Ég ætla að svara kallinu og er held ég þegar búin að redda manneskju til að leysa mig af. 

Verð meira í aðstöðunni. Mýkri nálgun.

En mikið á ég eftir að sakna RUV. 

Kannski fæ ég að koma aftur seinna.

Luv.

Namaste. 




No comments: