Friday, November 22, 2024

Stolt

Í gær klökknaði ég af stolti.

Afrakstur allra minna stunda inn á heimilinu, að rækta börnin mín, halda öllu í föstum skorðum, alltaf kvöldmatur, stöðugleiki, foreldrar sem eru alltaf til staðar, allt mitt. 

Var nú samt vælandi á blusky yfir að það hafi nú ekki beinlínis verið ákvörðun að eignast þrjú börn á fimm ára fresti með þeirri afleiðingu að vera að fara á leiksýningu í Hlíðaskóla í þúsundasta skiptið. Dóttir mín Guðrún Halla (11 ára) kom, sá og sigraði kvöldið og hjartað mitt með stórkostlegri frammistöðu á leiksýningunni. Stjarna kvöldsins. Nokkrir einsöngvar og kunni línur sinna og annarra upp á 10. 

Þurfti á þessu að halda. Árangur. Afrakstur alls þess sem ég geri alla daga. Börnin alltaf í fyrsta sætið. Er eiginlega alltaf heima. Til staðar. 

Allavegana, er búin að vera með endæmum þreytt og kulnuð þessa vikuna. Vantar sárlega að komast í burt, bara eitthvert þar sem er náttúra og sól og yoga og hugleiðslur og ylur og hlýja. Inni sem úti. 

Hápunktur vikunnar var klárlega í gærkvöldi þegar ég rifnaði næstum því af stolti yfir dóttur minni. 

Lágpunktur vikunnar var kannski líka í gær þegar ég var svo utan við mig að ég gleymdi að taka með vinnubuxurnar í nuddið og var bara í buxunum sem ég er alltaf í. Fattaði þegar ég var komin út í bíl eftir vinnuna að ég var ennþá með nuddbeltið með olíunni um mig miðja. Flæktist aðeins fyrir í akstrinum en reddaðist nú. 

Verkefni vikunnar.. tja. Það er bara of mikið í gangi bæði í hausnum mínum og í lífinu sjálfu að ég geri það sem þarf að gerast hverju sinni og læt þar við sitja. Verkefni vikunnar var einhvers lúxus sem ég hafði fyrir Mími. Til allrar hamingju eru bara tveir kennsludagar eftir í desember. 

Social vikunnar er heldur betur í kvöld. Pubquiz með pírötum og Vikan með Gilla Malla. Vúhú!

Namaste.

 

No comments: