Friday, May 16, 2025

Er að elska...

 ... þetta sumar. 

Hressandi að þurfa ekki að dúða sig upp ef maður ætlar að bregða sér af bæ. Samt alltaf jafn ringlandi að klæða sig finnst mér. Vanalega er kaldur vindur einhvers staðar.

Er að ringlast með lífið og hvað skal gera varðandi atvinnu. Fékk smá aukavinnu í Mími, svo fer Guðrún Halla í frí og svo erum við að fara út í ágúst. Hmm..

Hápunktur vikunnar var klárlega á miðvikudagskvöldið þegar við Tinna fórum að sjá Ífigeníu í Ásbrú. Allt svo sneddí. Tjarnarbíó, eitt rauðvínsglas, góður félagsskapur, einstaklega frábært leikrit og Svavan komin heim fyrir kl 22. Fullkomið.

Lágpunktur vikunnar var þegar ég labbaði inn í RUV til að fara nudda og það fyrsta sem tengiliðurinn minn segir við mig er: "þreytt?" Hafði verið með móðurlífsverki um nóttina og frekar kvalin. Líklegast blaðra á öðrum hvorum eggjastokknum. Ái. 

Skýtið að langa svo að vinna eitthvað en svo er oft eitthvað svona vesen. Öfunda mest fólk sem er búið að vera það lengi í fastri vinnu að það er komið með sveigjanlegan vinnutíma og vinnur þegar það getur. 

Annað sem ég er spennt fyrir er að ég fór í acupuncture (nálastungutíma) í gær. Sophia sagði auðvitað að qi-ið mitt væri stíflað og þaðan í verr. Hún ætlar að losa um stíflurnar. Hlakka til:)

Í dag er það sjósund með stelpunum. Hlakka til!

Namaste.  

No comments: