Vaknaði þannig í morgun.
Ekki það að ég hafi sofið. Í gær, rétt áður en ég var að fara leggja af stað í yoga, setti ég hendina á ennið og fann að ég var að fá hita. í annað skipti í vikunni. Nýji hitamælirinn sagði 37,7. Fór nú samt í yoga en fann að vinstra eyrað átti mjög bágt. Endaði með skrýtnasta savasana (líkstaðan) sem ég hef upplifað hingað til. Suðið í eyranu tók yfir. Eins gott að ég á tíma hjá HNE lækni á eftir. Tilvalið þar sem ég er líklegast með eyrnabólgu. Hef aldrei kunnað að vera með hita og veik. Mæti bara samt allt (smá eins og asni) og er svo bara næstum out. Þoli hitakommur mjög illa. Þetta byrjaði á mánudaginn og er búið að vera on og off alla vikuna.
Ég náði að kenna, sem var mjög gott, sannarlega hápunktur vikunnar. Núna er Guðrún Halla farin í Vindáshlíð í 5 nætur. Það er nú frekar tómlegt heima. En tilvalið þar sem ég er slöpp og Svanur er að vinna mjög mikið.
Verkefni vikunnar var ekkert að þessu sinni. Þetta var þannig vika. Var að vinna of mikið og er nú bara í basli með heimilisstörfin í þessum slappleika.
Hápunktur vikunnar var klárlega Mímir á þriðjudaginn þar sem ég kenndi starfsfólki í leikskólum um líkamsstöðu. Hópurinn var frábær, unnu vel í hópavinnunni og ég átti mjög real samtal við einn nemandanna. Bravissimo.
Lágpunktur vikunnar er klárlega núna þar sem ég, eftir lítinn svefn, er að reyna að tjasla mér saman fyrir daginn. Framundan er læknatími og út að borða með Önnu Láru í kvöld.
Það truflar mig mikið að það er orðin fastur liður að fá mér rauðvín um helgar. Edrú Svava væri gapandi hissa.
Namaste vinir. May the force be with you.