Friday, June 27, 2025

I´m not up for it

 Vaknaði þannig í morgun.

Ekki það að ég hafi sofið. Í gær, rétt áður en ég var að fara leggja af stað í yoga, setti ég hendina á ennið og fann að ég var að fá hita. í annað skipti í vikunni. Nýji hitamælirinn sagði 37,7. Fór nú samt í yoga en fann að vinstra eyrað átti mjög bágt. Endaði með skrýtnasta savasana (líkstaðan) sem ég hef upplifað hingað til. Suðið í eyranu tók yfir. Eins gott að ég á tíma hjá HNE lækni á eftir. Tilvalið þar sem ég er líklegast með eyrnabólgu. Hef aldrei kunnað að vera með hita og veik. Mæti bara samt allt (smá eins og asni) og er svo bara næstum out. Þoli hitakommur mjög illa. Þetta byrjaði á mánudaginn og er búið að vera on og off alla vikuna.

Ég náði að kenna, sem var mjög gott, sannarlega hápunktur vikunnar. Núna er Guðrún Halla farin í Vindáshlíð í 5 nætur. Það er nú frekar tómlegt heima. En tilvalið þar sem ég er slöpp og Svanur er að vinna mjög mikið. 

Verkefni vikunnar var ekkert að þessu sinni. Þetta var þannig vika. Var að vinna of mikið og er nú bara í basli með heimilisstörfin í þessum slappleika. 

Hápunktur vikunnar var klárlega Mímir á þriðjudaginn þar sem ég kenndi starfsfólki í leikskólum um líkamsstöðu. Hópurinn var frábær, unnu vel í hópavinnunni og ég átti mjög real samtal við einn nemandanna. Bravissimo.

Lágpunktur vikunnar er klárlega núna þar sem ég, eftir lítinn svefn, er að reyna að tjasla mér saman fyrir daginn. Framundan er læknatími og út að borða með Önnu Láru í kvöld. 

Það truflar mig mikið að það er orðin fastur liður að fá mér rauðvín um helgar. Edrú Svava væri gapandi hissa.

Namaste vinir. May the force be with you. 

Friday, June 20, 2025

Hvar getur...

 ... 46 ára góð kona unnið?

Hún óskar þess mest að vera neurotypical manneskja. Getur ekki verið í boxi í 8 tíma, hvað þá 08-16. Hana vantar verkefni eða hlutastarf með engu álagi what so ever. Hmmm..

Var nú samt voðalega fegin að vera ekki í vinnu í vikunni þegar Guðrún Halla veiktist. Það gerðist klukkan einmitt 08 um morgun. Seinna um daginn rauk hún upp í hita og náði hæst 39,8 stiga hita. Þá var gott að geta verið heima með henni og séð til þess að hún fengi allt sem hún þurfti. 

Annars var vikan góð. Hitti Önnu mína í gær. Það er nú alltaf gott að tala við hana. Gaman að fara í bæjarferð á Te og kaffi. Var að nudda líka og elska hvernig ég get bara haft það rólegt í þeim bransa. Voða þægilegt líf í rauninni. 

Er líka að undibúa kennslu sem er á þriðjudaginn. Þá er ég að fara kenna starfsfólki leikskóla líkamsbeitingu. Var að kíkja á listann yfir nemendur í gær og já, ok. Þau eru alveg 21 stykki! Ætla að klára að undirbúa það í dag. 

Verkefni vikunnar var að redda auka lyklum fyrir nuddstofuna. Partnerinn minn á það til að læsa sig úti og þá hef ég stokkið til og hleypt henni inn. Núna er ég nojuð að þetta gerist á óþægilegum tíma. Þegar ég er ekki í bænum eða hreinlega vant við látin. 

Hápunktur vikunnar var allur gærdagurinn. Mér fór allt í einu að líða svo vel. Fann ljósið mitt. Það var óvænt og dásamlegt. Yogatíminn hjá Talyu var góður endir á deginum. 

Lágpunktur vikunnar var þegar Guðrún Halla veiktist á miðvikudagsmorguninn. Mér leist bara ekkert á hana á tímabili.

Namaste. 

Saturday, June 14, 2025

rútínan er ...

... aðeins farin úr skorðum.

Sumarfrí hjá Guðrúnu Höllu, sumar, gleymdi í gær að það væri föstudagur. Á föstudögum blogga ég og vökva blómin. Gleymdi báðu. Var að fara á seremóníu á Þingvöllum og það var nóg til að setja mig út af laginu. 

Ætluðum í sauna og vatnið líka og ykkar kona var að pakka. Það breyttist í smá ofhugsun. Maður veit aldrei hvernig þetta veður verður þó það líti vel út. Enda kom það á daginn að það var kalt en maður minn. Hvað það var gott að komast út úr borginni og á Þingvelli. Vera svo þar að anda hreinu lofti í rúmlega þrjá tíma. Verja dýrmætum tíma með dýrmætri vinkonu og hitta góða fólkið. 


Það var líka svo dásamlegt að hætta við saununa. Við sálarsystir mín vorum báðar ekki í stuði fyrir það. Það var gott að koma heim og beint í fjölskyldufaðminn. Horfa á House með bestu dóttur í heimi og leyfa henni að skoða Pinterest þar sem hún var að skoða veski, töskur, pils og svo framvegis. Ykkar kona naut þess að fá sér smá rauðvín því ekki fær hún sér það í kvöld þegar Styrmir ömmustrákur kemur í gistingu. Amma Svava viðurkennir að vera drullustressuð yfir því. Finnst eins og hann fíli mig ekki. Er líka búin að vera með skrýtna áru undanfarið. 

Enough said.

Namaste vinir. 

Friday, June 6, 2025

Írónía er..

 ... til dæmis þegar Vesturlandabúar sem hafa það nú bara ágætt svelta sig til að líða betur.

Á meðan er fólk í 3ja heims ríkjum og stríðshrjáðum löndum að svelta í alvörunni.

Prufaði sem sagt þetta, að hætta að borða kl 17 og ... já. Þetta virtist í fyrstu vera góð hugmynd, mér leið merkilega vel á mánudaginn og þriðjudaginn, heilmikil vinna að vera fá sér mestu máltíðina um og fyrir hádegi en þetta meikaði alveg sens. Á þriðjudagskvöldið fann ég fyrir svima og þurfti að leggjast niður og fór svo bara að sofa. Á miðvikudagsmorgun leið mér asnalega og þurfti að elda mér máltíð um kl 10:30 til að bjarga lífinu mínu. Þetta er alltaf svona ef ég er eitthvað að fasta. Get ekki ímyndað mér að fasta heilan sólarhring öðruvísi en að liggja inni á sjúkrastofnun. Ég veit að margir taka sólarhringsföstu á tveggja mánaða fresti (eða tveggja vikna) og það er góð hugmynd. Blóðsykurinn minn bara höndlar þetta ekki. 

Botninn sló úr þegar ég mætti föl í ræktina í gærmorgun og gerði æfingarnar mínar. Það eina sem var í gangi í mínum haus var að Local opnaði kl 11 og aftur fékk ég mér máltíð þar til að bjarga lífinu mínu. Bókstaflega. Rakst á einhvern vegg og rifjaði upp þegar við vorum að læra sogæðanudd í nuddskólanum og konan sem kenndi kúrsinn setti okkur á matarkúr þar sem kolvetni vorum tekin út. Engar kartöflur eða hrísgrjón og svoleiðis. Skemmst er frá því að segja að dagur eitt og tvö voru OK, mér leið vel en dagur þrjú. ... Það var eins og ég hefði orðið undir lest. Leið illa og gat eiginlega ekki hugsað. Heilinn minn virkaði ekki sem skyldi. 

Lenti sem sagt á svipuðum vegg í gær. 

Ég er samt hrifin af hugmyndinni um að borða aðal máltíðina í hádeginu (fá sér morgunmat auðvitað líka) og borða svo eitthvað létt um kvöldmatarleytið. Held að það sé alveg málið.

Auðvitað gildir ekki það sama yfir alla. Við erum öll mismunandi. Þó að kíró-inn geti farið á þriggja daga vatnsföstu og unnið mikið með og yogakennarinn borðað eina máltíð á dag um kl. 14:30 þá er ég bara ekki þannig greinilega. 

Allavegana, framundan á þessum föstudegi er útskrift hjá Guðrúnu Höllu (er ekki viss hvort ég eigi að mæta) og reiki heilun í kvöld rétt utan við borgina. Helgin er óráðin,

Namaste vinir:)