... 46 ára góð kona unnið?
Hún óskar þess mest að vera neurotypical manneskja. Getur ekki verið í boxi í 8 tíma, hvað þá 08-16. Hana vantar verkefni eða hlutastarf með engu álagi what so ever. Hmmm..
Var nú samt voðalega fegin að vera ekki í vinnu í vikunni þegar Guðrún Halla veiktist. Það gerðist klukkan einmitt 08 um morgun. Seinna um daginn rauk hún upp í hita og náði hæst 39,8 stiga hita. Þá var gott að geta verið heima með henni og séð til þess að hún fengi allt sem hún þurfti.
Annars var vikan góð. Hitti Önnu mína í gær. Það er nú alltaf gott að tala við hana. Gaman að fara í bæjarferð á Te og kaffi. Var að nudda líka og elska hvernig ég get bara haft það rólegt í þeim bransa. Voða þægilegt líf í rauninni.
Er líka að undibúa kennslu sem er á þriðjudaginn. Þá er ég að fara kenna starfsfólki leikskóla líkamsbeitingu. Var að kíkja á listann yfir nemendur í gær og já, ok. Þau eru alveg 21 stykki! Ætla að klára að undirbúa það í dag.
Verkefni vikunnar var að redda auka lyklum fyrir nuddstofuna. Partnerinn minn á það til að læsa sig úti og þá hef ég stokkið til og hleypt henni inn. Núna er ég nojuð að þetta gerist á óþægilegum tíma. Þegar ég er ekki í bænum eða hreinlega vant við látin.
Hápunktur vikunnar var allur gærdagurinn. Mér fór allt í einu að líða svo vel. Fann ljósið mitt. Það var óvænt og dásamlegt. Yogatíminn hjá Talyu var góður endir á deginum.
Lágpunktur vikunnar var þegar Guðrún Halla veiktist á miðvikudagsmorguninn. Mér leist bara ekkert á hana á tímabili.
Namaste.
No comments:
Post a Comment