Friday, December 14, 2007

Ja hérna..


Það er naumast.

Fór út í morgun með svona óljósa hugmynd um að kannski væri nú dáldið vont veður. Var ekki fyrr komin út en bíllyklarnir hreinlega fuku út úr höndunum á mér. Út í veður og buskann. Gone with the wind. Aint no sign of them what so ever.

Eins og sönnum bíleiganda sæmir stóð ég úti í um 20 mín. í óveðrinu til að reyna að finna lyklana en nei, nei. Fann þá ekki. Eins gott að ég var með aukalykla í læstu skúffunni. Pheeww.

Skrifað seinna: Lyklarnir fundust síðar þennan dag. Kom í ljós að þeir höfðu nú bara fokið beint niður í pokann sem ég hélt á.. Tíhí.. var ansi nálægt því að skjótast niður í Toyota og redda nýjum masterslykli (sem hefði kostað mig 11.000 kall).

No comments: