
Mikið ofboðslega get ég átt bágt stundum.
Blóðtökudagurinn mikli var í dag. Þessi blóðprufa kostaði mig:
1 andvökunótt, 1 geðsýkiskast, 1 og 1/2 klukkutíma grátkast og geðshræringu, 1 veikindadag og 1 deyfiplástur
Ég mætti á heilsugæsluna í morgun með fullan hagkaupspoka af dóti til að létta mér lífið á þessum tíma; bláan bangsa sem ég hélt utan um með vinstri hendinni meðan á ósköpunum stóð, augnmaska yfir augun svo ég myndi örugglega ekki sjá neitt og i-podinn minn með slökunartónlist. Ég kom líka með svala og smákökur.
Mjög heiftarlegt grátkast braust fram um leið og ég settist í blóðtökustólinn. Mikið ofboðslega er ég heppin með ljósmóður samt. Hún var með mér allan tímann og hélt í höndina á mér og aðstoðaði mig og faðmaði mig eftir á. Enda var ég búin að útskýra málið fyrir henni og hún vissi að ég myndi verða í ástandi.
OMG. Hvað ég er fegin að þetta er búið. Ég er samt í algeru messi núna. Er í ruglinu heima og ráfa bara um og eitthvað rugl.
Á morgun er svo bara buisness as usual. Mikið er ég fegin að þetta voru tvær konur sem urðu vitni að þessum ósköpum hjá mér í morgun. Ég held að karlmenn (flestir) bara skilji ekki almennilega svona geðshræringu..
Annars hefur ímynd mín af Heilsugæslustöð Hlíðahverfis gjörbreyst. Mér hefur alltaf fundist þessi heilsugæslustöð hálf-creepy. Það helgast að mörgu leyti að því að þegar maður kemur upp á aðra hæð og lítur til vinstri þá er oftast hálfopin hurð þar sem maður sér svona bekk. Ég hélt alltaf að þetta væri svona kvensjúkdóma-skoðunarbekkur, þið vitið, þar sem skoðað er í klofið á konum. Mér fannst alltaf svo ógeðslega creepy að stoðirnar á bekknum vísa beint að hurðinni, þannig að ef kona væri í skoðun á bekknum þá myndi klofið á henni vísa beint að hurðinni (eeww..). Já nei, nei. Þetta er ekki þannig bekkur. Þetta er blóðtökustóllinn og stoðirnar eru fyrir hendurnar á manni. Þannig að maður sér útgönguleiðina beint fyrir framan sig sem er mjög gott þegar maður er með nálarfóbíu.
Þessu komst ég að the hard way í morgun.
Later.
Blóðtökudagurinn mikli var í dag. Þessi blóðprufa kostaði mig:
1 andvökunótt, 1 geðsýkiskast, 1 og 1/2 klukkutíma grátkast og geðshræringu, 1 veikindadag og 1 deyfiplástur
Ég mætti á heilsugæsluna í morgun með fullan hagkaupspoka af dóti til að létta mér lífið á þessum tíma; bláan bangsa sem ég hélt utan um með vinstri hendinni meðan á ósköpunum stóð, augnmaska yfir augun svo ég myndi örugglega ekki sjá neitt og i-podinn minn með slökunartónlist. Ég kom líka með svala og smákökur.
Mjög heiftarlegt grátkast braust fram um leið og ég settist í blóðtökustólinn. Mikið ofboðslega er ég heppin með ljósmóður samt. Hún var með mér allan tímann og hélt í höndina á mér og aðstoðaði mig og faðmaði mig eftir á. Enda var ég búin að útskýra málið fyrir henni og hún vissi að ég myndi verða í ástandi.
OMG. Hvað ég er fegin að þetta er búið. Ég er samt í algeru messi núna. Er í ruglinu heima og ráfa bara um og eitthvað rugl.
Á morgun er svo bara buisness as usual. Mikið er ég fegin að þetta voru tvær konur sem urðu vitni að þessum ósköpum hjá mér í morgun. Ég held að karlmenn (flestir) bara skilji ekki almennilega svona geðshræringu..
Annars hefur ímynd mín af Heilsugæslustöð Hlíðahverfis gjörbreyst. Mér hefur alltaf fundist þessi heilsugæslustöð hálf-creepy. Það helgast að mörgu leyti að því að þegar maður kemur upp á aðra hæð og lítur til vinstri þá er oftast hálfopin hurð þar sem maður sér svona bekk. Ég hélt alltaf að þetta væri svona kvensjúkdóma-skoðunarbekkur, þið vitið, þar sem skoðað er í klofið á konum. Mér fannst alltaf svo ógeðslega creepy að stoðirnar á bekknum vísa beint að hurðinni, þannig að ef kona væri í skoðun á bekknum þá myndi klofið á henni vísa beint að hurðinni (eeww..). Já nei, nei. Þetta er ekki þannig bekkur. Þetta er blóðtökustóllinn og stoðirnar eru fyrir hendurnar á manni. Þannig að maður sér útgönguleiðina beint fyrir framan sig sem er mjög gott þegar maður er með nálarfóbíu.
Þessu komst ég að the hard way í morgun.
Later.
No comments:
Post a Comment