Tuesday, January 1, 2008

Merry Christmas and a crappy new year..


Held ég geti fullyrt að gærkvöldið hafi verið versta gamlárskvöld lífs míns.

Við stelpurnar töpuðum í Trivial Persuit þó ég hafi secretað það. Kallinn minn varð blindfullur í fjölmennu fjölskylduboði hjá minni fjölskyldu og var næstum búinn að slasa sig á flugeldum. Það var óveður (þó ég hafi getað brosað að flugeldum sem fuku út í veður og vind) og skaupið var lélegt.

Byrjaði nýja árið hágrátandi út af ölvun kærasta. Frábært.

Annars fórum við fjölskyldan að sjá Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu um daginn. Ég mæli sterklega með því að vera á fremsta bekk. Ég elska að vera á fremsta bekk. Þá fær maður sýninguna beint í æði (eða sort of speak..). Ég var í essinu mínu að vera í nálægð íslensku rokkgoðanna Krumma og Jenna og ekki spilltu hinir Mínus liðarnar fyrir. Hvað svo sem segja má um sýninguna sjálfa og útfærslu og leikara þá fór ég allaveganna sátt frá.

Happy New Years my friends:)

No comments: