Já. Er í rólegri kantinum þessa mánuðina. Lífið snýst aðallega um það að borða og sofa. Eins leiðinlega og það hljómar þá er það það alls ekki því það er bæði ótrúlega gott að sofa þegar maður er mjög þreyttur og ótrúlega gott að borða þegar maður er óléttur.
Ég finn sjálfa mig verða upprifna af eins hversdagslegum hlutum og að þrífa. Eins og ég var að segja stelpunum áðan þá er ég búin að skipta íbúðinni upp í sex hólf og þríf eitt hólf á dag. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá líður mér ótrúlega vel þegar ég næ að standa við þessi þrifmarkmið mín. Bæði elska ég þegar það er hreint og ég fæ bara fáránlega mikið úr því að ákveða eitthvað og svo actually standa við það.
Ég verð líka upprifin af hversdagslegum hlutum eins og að chilla og horfa á sjónvarpið. Mér finnst það bara fáránlega kósý þessa dagana, sem er víst eðlilegt.
Annars fórum við stelpurnar út að borða í kvöld á Ítalíu. Það var mjög nice. Takk fyrir kvöldið stelpur! Góða ferð til Bandaríkjanna elsku Anna..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment